Friday, May 24, 2013

Prótein- sú

Ég varð að láta þessa fylgja með en ég prófaði líka svona próteinútgáfu af Tiramisúinu og laumast alveg í hana í ískápinn líka, lúmskt góð, kakan er æði og gæti alveg gengið með kremi þessvegna.
Prótein-sú !

Önnur útfærsla á Tiramisú sem var mjög bragðgóð
en auðvitað ekki alveg eins og "alvöru" en mjög góð.
Kakan: Dugar í 5 skálar

2 egg
2 hvítur
50 nectar cappuchino prótein ég notaði Nectar
20 g kakó
150 g kotasæla
1 bolli sterkur kaffi( má setja 1 tsk af rommdropum út í )
 
Fylling:
200 gr Skyr.is eða hreint skyr með steviu til að bragðbæta,má líka nota 200 gr mascarponeost
60 gr Nectar vanilluprótein
Smá kakó til að sigta yfir í lokin
Nokkrar möndluflögur eða kókosflögur til að skreyta
 
Þeytið saman innihaldinu í kökubotninum, setjið í kökuform og bakið
í 15 mín í 170 gráðu heitum ofni.Takið út og kælið kökuna.
Blandið saman fyllingunni á meðan kakan kólnar, smakkið til, má bæta við bragðbættri
stevíu fyrir sætara bragð en próteinið er ansi sætt svo farið varlega.
Myljið nú kaldan kökubotninn niður og dreifið í 5 skálar.
hellið slurk af kaffi( má setja rommdropa út í )í hverja skál, svo fyllingu ofan á.
Skreytið með möndluflögum eða kókosflögum, sigtið kakó yfir og kælið.
 

No comments:

Post a Comment