Sunday, May 19, 2013

Sunnudagsbakstur

Sunnudagsmorgun góðan daginn !! Kallar ekki svona rigningardagur á nýbakað bakkelsi ?
Júróvision snakkið farið af borðum og stírurnar úr augunum. Hressum okkur nú við og hendum í eina tvær uppskriftir :) Skonsur með osti og sméri, dash af hindberjasultu ( hindber í potti með dálitlu sætuefni) rjúkandi kaffibolli með kókosolíu og dash af rjóma... hljómar bara nokkuð jummý.
 

Sunnudagsskonsur (8 stk )

300 gr möndlumjöl
½ tsk salt
½ tsk matarsódi
80 ml olía
60 ml vanillu/karmellu Torani sýróp
eða 60 ml vatn með sætuefni t.d. 10 dropar af vanillu Steviu
2 egg
1 tsk kardimommudropar (vanilludropar er líka í lagi)
 
Blandið þurrefnum saman í stóra skál, bætið svo eggjum og vökva út í og hrærið vel.
Setjið á plötu eða í muffinsform og bakið í 170 gráðu hita í 16-20 mín.

 
Hver skonska, um 3g netcarb

 
 
Bragðgóðar brauðbollur ( um 12 stk )
 
1/2 bolli kókoshveiti
4 msk Husk
1/4 tk salt
4 egg
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 msk borðedik
1 bolli sjóðandi vatn
 
Blandið saman þurrefnum, þeytið eggin vel saman í skál, bætið svo þurrefnum út í og hrærið áfram.
Að lokum fer sjóðandi vatnið út í, hrært vel, gott að leyfa deiginu að sitja aðeins í skálinni.
Setjið því næst góða msk í muffinsform og bakið á
180 gráðum í 40 mín.
 

No comments:

Post a Comment