Saturday, May 18, 2013

Svartfjallaland.. 12 stig ?

Svartfjallaland 12 stig, nei Svartbaunakaka 100 stig !!! Er nokkuð of snemmt að fagna kvöldinu ?
Ein svona sneið og allir komast í júrógírinn. Haldið ykkur fast, þessi terta er ekki búin til úr neinu mjöli, aðeins SVÖRTUM BAUNUM, já sæll !!! Ég ætla ekki að segja neinum frá því, svo ekki kjafta í börnin mín :) Þessi var skemmtileg tilbreyting og ofsalega bragðgóð !


"Svartbaunakaka"
 
Þetta er uppskrift í eins lags köku, má setja í tvo helminga og skreyta,
eða tvöfalda uppskrift og gera 2 hæða köku.
 
1 dós af svörtum baunum um 450 gr ( fást í flestum búðum )
5 egg
1 msk vanilla
1/2 tsk sjávarsalt
6 msk ósaltað smjör
180 gr erythritol og 1/2 tsk stevia dropar
6 msk kakó
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 msk vatn
 
Hitið ofninn í 180 gráður og blástur, smyrjið kökuform að innan ( gott að nota silikonform)
Hellið úr baunadósinni í sigti og látið vökvann síast frá.
Skellið baununum í blender ásamt 3 eggjum af 5, vanillu, steviunni og salti. Blandið vel saman þar til
þetta er orðið að mjúku mauki.
Á meðan má þeyta smjörið vel saman í hrærivél,bætið erythritol út í og þeytið saman þar til létt og ljóst, bætið svo við 2 eggjum sem eftir voru.
Blandið þurrefnum saman; kakó, lyftidufti og matarsóda.
Nú má blanda baunamaukinu út í smjörið og hræra vel saman, þurrefnin fara síðustu út í skálina. Hrærið varlega.
Hellið í form og bakið í 40 mín eða þar til toppurinn er orðinn stífur og ekkert deig kemur á grillpinna :)
Gott að kæla vel kökuna og best er hún daginn eftir.
þessi er 58 netcarb (öll kakan) með þessu sætuefni
 
Krem:
120 gr ósaltað smjör
60 gr erythritol( malað í mixer og gert að fínu dufti)
2 msk kókosmjólk
1 tsk vanilludropar / eða möndludropar
5-10 dropar stevía

5-6 msk kakó
smá salt

gott að setja eina eggjarauðu út í en það er valfrjálst, gefur extra gljáa.
Hrærið mjúkt smjörið í mauk, blandið sætuefnum og kakói varlega út í hrærið áfram vel.
Smyrjið kreminu á kökuna og kælið kökuna vel. EKki til baunabragð af þessari elsku ;)
 
Svo er hér hnetusmjörsnammi sem er algjört æði.


Hnetusmjörsnammi , sjúkt
60 gr smjör hitað í potti
100 gr 85% Rapunzel súkkulaði
100 g hnetusmjör( MONKI )
2 msk erythritol sem er búið að mala aðeins í mixer

Súkkulaðið látið út í heitt smjörið og látið bráðna rólega saman, hrært
hnetusmjör og sætuefni blandað saman í skál.

Setjið þetta í 12 lítil muffinsform
súkkulaði fyrst, skellið því í ískáp í smá tíma, svo tsk af hnetusmjör og aftur hellið súkkulaði yfir.
Þetta er sett í frysti í smá stund og svo bara PARTÝ
 

4 comments:

 1. Hæ María Krista

  þetta er snilldar síða hjá þér og hefur hjálpað mér mikið með lkl mataræði. Í tilefni af því að það er laugardagur á morgun langar mig til að gera mér dagamun og prófa svartbaunakökuna en er mikið búin að klóra mér í höfðinu út af vanillunni. Á þetta að vera vanillustöng eða vanilludropar eða eitthvað annað vanillu sem ég veit ekki um

  Erla Björk

  ReplyDelete
  Replies
  1. Vanilludropar eða duft ( fæst frá Rapunnzel) en bara dropar ef þú átt það ekki til :)

   Delete
 2. Hæ hæ og takk fyrir frábæra síðu.
  Mig langaði að prófa að gera svartbaunakökuna en langaði að spyrja að þrennu fyrst :)
  Miðarðu við 450g af baunum með eða án vökva?
  Get ég notað sukrin til jafns við erythritol?
  Nota ég jafnmikið af steviu frá Now og Via eða er einhver munur?

  Bkv. María Ósk

  ReplyDelete
 3. Takk fyrir uppskriftina að svartbaunakökunni, hún kom svo mikið á óvart og er geðveikt góð :)

  ReplyDelete