Sunday, May 26, 2013

Vöfflur... mmmm

Vöfflur, belgískar, íslenskar, amerískar, bara allar vöfflur eru góðar. Þær eru ekki síðri með heimatilbúnum ís og karmellusósu eða sýrópi, hindberjasultu, já eða bara rjóma. Skellti í nokkrar í dag og prófaði bæði að nota kókoshveiti og möndlumjöl í uppskriftina. Komu báðar stórvel út og held að kanillinn hafi gert útslagið.

 
Belgískar vöfflur með kanil
 
4 egg
35 gr kókoshveiti eða 70 gr möndlumjöl
1 -2 msk sykurlaust sýróp( má nota sætuefni hér, 2 msk erythritol)
1/4 tsk salt
1/2 tsk kanill
2 msk smjör bráðið
2 msk kókosmjólk
2-4 msk vatn
1 tsk vanilla
1/2 tsk lyftiduft
 
Öllu blandað saman og látið standa þar til deigið þykknar.
Bakað í vöfflujárni og gott að borða með ömmuís og sykurlausri karmellusósu eða sýrópi.
 
 
 

No comments:

Post a Comment