Monday, June 17, 2013

17 júní kjúlli

Góðan og blessaðan þjóðhátíðardaginn kæra fólk. Ég hef ekki verið mjög aktív á blogginu síðustu daga enda nýkomin heim úr London reisu þar sem skundað var á Rhiönnu tónleika með dóttur minni  nýstúdentinum, sem var að leysa út útskriftargjöfina frá foreldrunum. Takk fyrir helgina elsku Mekkín, þetta verður endurtekið það er alveg á hreinu.
Það vill nú stundum vera erfitt að fylgja "réttu" mataræði þegar farið er út fyrir þægindarammann í eldhúsinu og það var oft flókið að finna réttar samsetningar á þeim stöðum sem við nærðum okkur. Eitthvað slysaðist nú  inn sem ekki á við og nú verða næstu dagar teknir með trompi og rétt úr kútnum. Hér er uppskrift af ljómandi kjúkling sem er í senn hátíðlegur í tilefni dagsins.

Kjúklingur fylltur með spínati og ostablöndu
 
4 Kjúklingabringur
1 dl rifinn Búri/Havarti ostur
1 dl rifinn piparostur
1/2 poki af spínat
1-2 msk Franks hot sauce
1 tsk gott kjúklingakrydd
4 góðar beikonlengjur
 
Blandið ostinum,spínati og sósu vel saman.
Berjið út bringurnar og fyllið hverja bringu með spínatostablöndu.
Rúllið upp bringunni og vefjið beikonlengju utan um.
Bakið í ofni í um 20-30 mín, annaðhvort á smjörpappírsklæddri plötu eða í eldföstu móti.
 
Sósa:
Sýrður rjómi 18% 1 dl
6 dropar Via Health sítrónustevía
svartur pipar
1 msk nýkreistur sítrónusafi

Mikil stemming á útitónleikum í London. Urðum ekki fyrir vonbrigðum hér.

No comments:

Post a Comment