Sunday, June 9, 2013

Blaut bæjarferð

Fyrsta skipti í langan tíma sem við fjölskyldan skundum í Húsdýragarðinn, enda sá yngsti, 9 ára búinn að átta sig á því að það væru 2 ár síðan við hefðum síðast kíkt á selina... Júbb öllum ruslað út í bíl, mín í nýju lopapeysunni frá ömmu og brunað var í garðinn. Eftir sirka ...já, "geiturnar", kom skýfallið !! Blaut og hrakin komum við heim aftur í hlýjuna eftir rösklega genginn hring milli leiktækja og þá var nú gott að hafa verið búin að baka daginn áður. Nýbakaðir kúrbítsboltar með kanil runnu ljúflega niður með heitum kaffibolla með súkkulaðisýrópi frá Torani og rjómaslettu. Lífið er nú ósköp ljúft... inni !!

Kúrbítsboltar með kanil
130 gr möndlumjöl
200 gr möndlusmjör(MONKI)
1 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
4 dl af rifnum kúrbít sem er búið að kreista mesta vökvann úr (ca hálfur kúrbítur)
3 egg
1 tsk vanilludropar
10 dropar orginal Via Healt stevía
2 msk Erythritol
Öllu hrært vel saman, gott að byrja á möndlusmjörinu og eggjunum svo bæta rest út í .
Sett í form, silikon eða muffinsform( Pamsprey) og bakað í 170 gráðum í um það bil 18-20 mín.
Mjög saðsamt og gott, ekta til að fá sér með kaffi,tebolla eða rjúkandi kakó og rjóma.
Líka góðir með smjöri og osti, eða smá sykurlausu karmellusýrópi.

Heitt kakó án sykurs
Sjóðandi vatn
1 kúfuð tsk Rapunzel kakó eða 4 bitar af 85 % Rapunzel súkkulaði
6-8 dropar súkkulaðistevía Via Health
1 tsk erythritol
1/2 tsk vanilludropar
dash af salti
þeyttur rjómi
 
Þetta var afar gott kakó, þarf að smakka aðeins til upp á sætuna.
 
 
 
 

No comments:

Post a Comment