Friday, June 7, 2013

Gæluverkefnið mitt..

Jæja loksins, ég var búin að fá nokkrar áskoranir um að gefa út bók eða einhversskonar rit með uppskriftum með lág kolvetna uppskriftum, en þar sem ég er steingeit, hrikalega jarðbundin og praktísk þá fannst mér gáfulegra að gera eitthvað sem nýtist á feiri vegu en einn. Ég tvinnaði saman hönnunarvinnuna og mataráhugann og bjó til uppskriftastand sem einnig má nota undir aðrar bækur, t.d. LKL bókina, sem og matarspjöldin 10 sem fylgja með standinum. Þarna eru 20 uppskriftir sem ég nota mest af blogginu og gott að hafa við höndina, spjöldin eru plöstuð svo það má vera pínu subbulegur í eldhúsinu ;)  Hægt verður að nálgast svona stand hjá mér í Kristuhúsi, Brúsastöðum 2, www.kristadesign.is  nk miðvikudag 12. júní, milli 16.00 og 21.00 eða leggja inn pöntun og fá sendan gegn póstburðargjaldi, kristadesign@internet.is Standurinn kostar 4.990.- en við fengum styrk frá góðu fyrirtæki hér í bæ sem gerðu það gerlegt að halda verðinu niðri eins og hægt var í þessu fyrsta upplagi.

Standurinn er úr húðuðu áli, allt handunnið hér í Hafnarfirði af okkur sjálfum og samstarfsaðilum og erum við voða stolt af því.


No comments:

Post a Comment