Saturday, June 29, 2013

Hamborgaradagur

Laugardagar eru oft hamborgaradagar hér á bæ og mér finnst endalaust gaman að prófa nýjar týpur af hamborgarabrauði. Þessi uppskrift kom skemmtilega út og var létt og góð. Endilega tékkið á þessu.
Svo eru laukhringirnir mjög góðir með þessu á góðum degi ;) Set uppskriftina aftur hér.
Hamborgarabrauð góð uppskrift
4 egg
1/2 dl möndlumjöl
1 dl grísk jógúrt eða sýrður rjómi
1/2 dl sesamfræ
1/2 dl sólblóma
afræ
2-3 msk Husk
6-8 dropar stevíudropar Via Health
2 tsk lyftiduft
1-2 tsk salt
Hrærið öllu saman í vél, látið standa í góðar 10 mín.
Bakið í hamborgaraformi eða á bökunarpappír í 15 mín á 200 gráðum
Flott að strá smá sesamfræi yfir hvert brauð.
 
Laukhringir
1 hótellaukur,skorinn í 1meðalþykkar sneiðar( losið sundur hringina)
2 msk kókoshveiti, eða 1 msk kókoshveiti og 2 msk Flax seed meal, mjög gott líka
2 msk parmesanostur
1/2 tsk hvítlaukssalt
1/2 tsk steinselja
1/4 tsk cayenne pipar
1 egg
Hitið ofn vel í 220 gráður,
pískið egg í skál og veltið laukhringjum upp úr blöndunni.
Blandið þurrefnum og kryddi á disk og veltið svo laukhringjum upp úr því.
Setjið laukhringina á bökunarpappír og inn í ofn í 10-15 mín þar til þeir eru brúnir og stökkir.
 
 

No comments:

Post a Comment