Tuesday, June 4, 2013

Hörflex ...

Á leið heim úr ræktinni varð mér hugsað til þess hversu gott Kornflex væri nú, stökkt og brakandi og geggjað með ískaldri mjólk. Veit ekki alveg hvað triggeraði þessar hugsanir en þær leiddu til tilrauna í eldhúsinu og kom þetta "hörflex" bara prýðilega út.Fékk mér svona út á skyrslettu og hellti smá kókosmjólk út á, má nota rjóma líka. Mjög gott sem millimál eða sem morgunverður. Góðar trefjar, fita og prótein.

 
"Hörflex"
1 dl vatn
2 dl hörfræmjöl
2 dl eggjahvíta
1 tsk kanill
8 dropar stevía
1/2 tsk salt.
Hræra vel saman, hella á plötu og láta leka út í alla kanta.
Baka á 150 gráðum þar til stökkt.
Brjóta niður og borða með kókosmjólk eða út á skyr og rjóma.


Gott salat með nautakjötsþynnum og avocado
 
1 mínútusteik, t.d.frosin frá Kjarnafæði
Spínat
bernaissósa, ég notaði Toppsósur
1-2 sveppir steiktir með hvítlauk og smjöri
1 lítið avocado
 
Fljótlegt og gott, í hádeginu eða kvöldmatinn.


No comments:

Post a Comment