Thursday, June 6, 2013

Kaffisheik í eftirmiðdaginn...

Ég er algjörlega orðin kaffisjúk, og avocadoóð... að blanda þessu saman er svo bara bónus !!
Þar sem ekki allir vilja nota prótein í morgunboostið þá er gott að grípa í sætuefni til að bragðbæta aðeins drykkinn þar sem próteinsætuna vantar. Ég gerði einn sem heppnaðist vel að mínu mati en svo má auðvitað bæta í eða minnka sætuna ef fólk vill.

 Kaffisheik
 
1 lítið avocado
300 gr klaki
1 msk kaffiduft(instant)
100 ml kókosmjólk, (Dr Georg er alltaf uppáhalds)
15 dropar stevíudropar (vanillu mjög góðir) Via Health
120 ml vatn
 
Spariútgáfa, þeyttur rjómi, kókosflögur og einn hnetugottsmoli ;)
Ef þetta er ekki nógu sætt, þá mætti bæta við 1 msk Erythritol en mér finnst þetta alveg nóg. 
Svona líta droparnir góðu út, fást í mörgum bragðtegundum.

No comments:

Post a Comment