Thursday, June 6, 2013

Kókosís með kókossýrópi :)

Ís er svo mikil snilld og einfaldur eftirréttur.
Hér er uppskrift af kókosís sem er alveg hrikalega góður og fljótgerður. Ekki síðra kókossýrópið sem fylgir með ;)

 
 Kókosís fyrir 2 ( fjölfaldið uppskrift fyrir matarboðið)
 
1 dl rjómi
1 egg
10 dropar kókosstevía "Via Health" mjög góðir
1 msk Erythritol
2 msk muldar kókosflögur
Eggið og sætuefnin þeytt vel saman.
Þeytið rjómann sér og blandið varlega saman við sykurblönduna.
Kókosflögurnar fara út í síðast.

Frystið og gott að hræra einu sinni í blöndunni með gaffli eftir ca. 2 tíma og frysta aftur í 2 tíma.
Veit það er erfitt en þess virði.

 
Kókossýróp:
1 dós af kókosmjólk ( Dr Georg t.d.)
1 msk gott kakó
10 dropar af vanillustevíu "Via Health"
1 msk Erythritol
 
Látið allt í pott og hitið að suðu, lækkið hitann og látið malla í
15-30 mín á lágum hita. Geymist í kæli og má nota á vöfflur, pönnukökur
ofan á ís og fleira. Mmmmmm

No comments:

Post a Comment