Sunday, June 23, 2013

Matarklúbburinn góði

Við hjónin erum í svakalega skemmtilegum matarklúbb sem hittist 3 sinnum á ári og alltaf mikil tilhlökkun að hitta okkar kæru vini við þessi tilefni. Mikið er spáð og spekúlerað í hvað skal hafa á matseðlinum og í ár var ekkert annað í boði en að troða upp á þau LKL vænum réttum. Heppnaðist nokkuð vel verð ég að segja og 3 rétta máltíð hvarf ofan í gengið á mettíma og allir á meltunni upp úr 21.00 sem segjir mér að þetta hafi ekki verið alveg óætt :) Takk fyrir kvöldið yndislega fólk.
 
Allar uppskriftirnar hafa komið fyrir hér á blogginu en ég ætla að setja hér inn fyllinguna í chillipiparinn og sveppina sem var alveg æði.Uppskrift er hér neðst.
 
Forréttur: Fylltur Jalapeno, Bananapipar og fylltir sveppir.
Aðalréttur: Kjúklingur með spínat og búraosts fyllingu, chilliklattar og salat
Eftirréttur: Svartbaunakaka, rabbabara og hindberjapæ og kókosís.
 

Fylling sem hentar bæði í Jalapeno poppers, bananapipar, og sveppi.
 
200 gr rjómaostur
1 dl beikonsmurostur
1 dl rifinn parmesanostur
1/2 msk laukduft
1 msk oregano
1 msk steinselja
1 msk basilika
smá salt
1/2 msk rauðar piparflögur
1 bréf af beikonkurli
Öllu blandað vel saman og ágætt að setja í sprautupoka.
klippið af stútnum og sprautið svo fyllingunni í það sem við á, sveppi, pipar eða hvað sem er.
Bakið í ofni á bökunarpappír, 180 gráður þar til allt er kraumandi og girnilegt. Ég setti dálítið af rifnujm jalapeno osti yfir fyrir extra kick ;)

No comments:

Post a Comment