Saturday, June 22, 2013

Ostakaka í sólinni

Kæru bloggvinir, nú er svo mikið að gera í garðinum og vinnunni að eitthvað lítið hefur farið fyrir bloggskrifum. Ég vildi samt deila þessari ostakökuuppskrift með ykkur sem maðurinn minn er alveg fallinn fyrir, hann segjir bara að það eigi alltaf að vera til svona í ískápnum ef þörfin kallar haha. Hann má þá líka bara alveg baka þetta, enda mjög einfalt.
 

 
Ostakaka í ofni dugar í 8 lítil silkonform
 
1 egg
240 gr rjómaostur
85 gr erythritol
8 dropar vanillustevía
1 tsk vanilludropar
50 gr hindber
 
Hrærið öllu nema berjum saman í hrærivél.
Takið 1/ 4 hluta frá og blandið hindberjum vel við þann hluta.
Setjið stærri hlutann í lítil form, sílikon t.d. og svo berjahlutann ofan á.
Hrærið aðeins með grillpinna svo litirnir blandist aðeins saman
Bakast í ofni á 180 gráðum í 40 mín og gott að baka þetta í vatnsbaði setja silikonformið
bara í eldfast mót með vatni. Kökurnar eru svo kældar í allt að 3 tíma áður en bornar fram.
Kökurnar falla þegar þær eru teknar út en bragðið er alveg jafn gott samt sem áður.

No comments:

Post a Comment