Saturday, June 29, 2013

Pannacotta

Ég var beðin um uppskrift af einni LKL vinkonu minni af pannacotta desert sem ég var með í útskrift dóttur minnar og hér með er hún komin á bloggið.
Pannacotta með berjablöndu.
1 tsk matarlímsduft ( fæst frá Flóru)
360 ml rjómi
2 msk erythritol og svo aðrar 2 msk í berjablönduna
1 vanillustöng
85 gr fersk eða frosin ber, t.d. hindber eða brómber
 
Aðferð:
 
Blandið saman í skál, 60 ml af rjómanum og gelatíninu.
Setjið restina af rjómanum 300 ml í pott og 2 msk erythritol
Skafið vanillukornin úr vanillustönginni og bætið út í ásamt sjálfri stönginni.
Þetta þarf að hita á meðal hita og hræra vel í á meðan.Takið af hitanum og bætið út í matarlímsrjómablöndunni og hrærið vel þar til duftið er allt uppleyst.
Takið vanillustöngina úr pottinum og hellið svo blöndunni í viðeigandi bolla eða skálar.
Þetta þarf að kæla í 5 tíma allavega.
Áður en pannacottað er borið fram er sósan gerð úr berjunum.
Blandið saman berjum og 2 msk af erythritol og mixið í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
Má líka blanda þessu saman í potti ef um frosin ber er að ræða, hellið yfir hverja skál og berið fram.

No comments:

Post a Comment