Tuesday, June 11, 2013

Sushi !!

Ég hef nú ekki verið mikil "sushitýpa" í gegnum tíðina, en í réttum félagsskap og jafnvel með eitt lítið hvítvínsglas í hönd þá er sushi ótrúlega skemmtilegur matur. Einhverjir hafa sagt mér að það sem þeir sakni einna mest á lág kolvetna fæðinu sé sushi-ið en þessi uppskrift gefur"svipaða" áferð og því gaman að leyfa sér smá trít öðru hverju án þess þó að fara langt yfir kolvetnaskammtinn.
 Sushi
 
Grjónin:
1 blómkálshaus, rifinn niður í grjón, má þurrka aðeins í ofni á lágum hita til á ná úr þeim rakanum.
6 msk Rice vinegar, Blue Dragon
6 dropar Via Healt stevía orginal bragð
1/2 tsk salt
100 gr rjómaostur
 
Grjónin, gott að þurrka aðeins upp í ofninum á lágum hita og blæstri , blanda svo við rjómaosti og edikinu, stevíu og salti. Kæla niður í ískáp. Ef ekki er tími í svona þurrkun þá má steikja grjónin á pönnu og blanda innihaldinu við beint á eftir.
 
Nori blöð
Við notuðum í okkar Sushi eftirfarandi:
Kjúklingur (naggauppskriftin af blogginu,skorið í strimla strimla)
paprika
gúrka
rautt chilli
alfa alfa spírur
hvítlaukssteiktir sveppir
Heimagert mæjónes, blandað við smá Wasabi.
Um að gera að nota líka lax, rækjur, túnfisk og fleira gott prótein.
 
Það þarf að rúlla upp varlega innihaldinu því þetta er aðeins mýkra en sushigrjón og gott að skera rúllurnar strax. Borið fram með Tamari sósu (glúteinfrí) og smá wasabi.

1 comment:

  1. Snild. Ætla prófa þetta. Takk fyrir uppskriftina

    ReplyDelete