Thursday, June 27, 2013

Uppskera

Ég hef oftar en einu sinni búið til agalega gott Rababarachutney með allskonar kryddum og gúmmelaði og auðvitað sykri og meira að segja aprikósum. Mig langaði að gera LKL væna útgáfu af sama chutney sem ég prófaði í gær og það kom dásamlega út. Endilega prófið þetta, mjög gott með kjöti, fisk og svo á hrökkbrauðið í staðinn fyrir sultu. Líka hægt að setja þetta ofan á Brie-ost, Höfðingja eða Halloumi ostinn sem fæst í Bónus núna, nokkrar pecanhnetur yfir og baka í ofni.. mmmm..
Rabarbara chutney
 
500 gr rabarbari
40 ml eplaedik t.d. Sollu
1 gulur laukur
1/2 hvítlaukur
1 tsk turmeric
1 msk karrý
30 dropar Via Health stevía bragðlaus
1 msk Sukrin Gold ( valfrjálst )
Ef þið viljið enn meira spicy þá má bæta við:
1 rauður chilli niðurskorinn
2-3 cm rifinn engifer
 
Allt sett í pott, látið malla í 20 mín á miðlungshita.
Ég setti töfrasprotann ofan í pottinn í nokkrar sek, hellti svo
blöndunni í krukkur og geymist þetta vel í kæli.
Snilld með allskonar kjötréttum,og með hrökkkexi.Eins má setja þetta ofan á ost í ofn og nokkrar pecan eða furuhnetur með og brúna.
 


 

 

No comments:

Post a Comment