Monday, July 22, 2013

80 ára afmæli

Já þá er enn ein partýhelgin liðin, nú held ég að veisluhöldum á þessum bæ sé lokið í bili, allavega á þessu ári. Við hjónin héldum ss. upp á 40 ára afmæli okkar beggja og skemmtum okkur konunglega í faðmi vina og ættingja frá 17.00 - 05.00 á laugardagskvöldinu með vindinn í bakið en tónlistin og stuðið yfirgnæfði alveg hávaðann í Kára og allir voru glaðir.Veitingarnar í partýinu voru bæði LKL og normal fyrir þá sem ekki hafa enn séð ljósið, ( grín ) og runnu hamborgarar bæði í hveitibrauði og LKL brauði ljúflega ofan í mannskapinn ásamt heimagerðu hrásalati.
Súkkulaðibollakökur og partýpinnar fylgdu svo í kjölfarið og nokkur sykurlaus Yelloskot toppuðu kvöldið.  Ég vil endilega deila með ykkur hugmynd sem ég fékk að láni frá systur minni en það var að kveðja gestina með samloku og kókdós. Þetta sló alveg í gegn og að sjálfsögðu voru smurðar hveitilokur sem og LKL brauð fyrir þá sem það vildu, rækjusalat og skinkusalati var smurt á herlegheitin og fengu svo allir með sér nesti í leigubílinn. Snilldin ein, tiltölulega ódýrt en mjög ánægjulegur endir á kvöldinu. Takk allir sem komu að partýinu og hjálpuðu til, þið eruð ótrúleg og við endalaust heppin að eiga svona góða að :)
 
Uppskrift af smjörkremi á súkkulaðibollakökur, geggjað gott:
1 smjörvapakkning
200 g Sukrin Melis
1 sprauta af Via Health piparmyntudropum
dash af vanilludropum
2 msk vatn
Þeytið vel saman smjörva við stofuhita, og sykurinn, þynnið með vatni og bætið svo dropunum út í.
Best að smakka þetta krem til. Það verður mjög fallega ljóst og fallegt ef það fær að þeytast vel.
Sprautið svo fallegar rósir á kökurnar. Ég notaði stút 1M frá Willton, fæst í Allt í köku og heppnaðist kremið mjög vel núna.
 Samlokurnar góðu sem runnu út eins og heitar lummur.
 Hægt er að baka hvaða brauð sem er, þetta er t.d. uppskrift frá Sæunni, fésbókarvinkonu, en eins er hægt að nota uppskriftina mína af morgunbollunum og baka í einu formi í stað þess að gera bollur.
Bæði er hægt að gera salatið sjálf, hér notaði ég egg og skinkukurl frá Goða, sýrðan rjóma og mæjónes, sinnep og paprikukrydd. Eins er hægt að panta salat frá Sóma í stórum fötum og ég nýtti mér það fyrir hveitisamlokurnar og fékk rúmar 40 samlokur úr 4 kg af salati. Sniðugt.

5 comments:

 1. Takk fyrir dasamlega sidu og frabærar uppskriftir i lkl. Er hægt að sja uppskrift af brauðinu her a siðunni? Ef ekki geturðu þa birt hana? Takk, hildur

  ReplyDelete
 2. Þessi uppskrift sem ég tala um "Sæunnarbrauð" er á áhugasíðunni um Lág Kolvetni, fésbókinni undir Files, en ég nota samt yfirleitt bara uppskriftina af "Brauðbollur í morgunsárið" hér hjá mér og set í eitt form. Mjög gott brauð :)

  ReplyDelete
 3. Frábært Krista - takk fyrir svarið. Ég kíkti á uppskriftina af Brauðbollunum og hún lítur mjög vel út, ég ætla að prufa það í fyrramálið.
  Kveðja,
  Hildur

  ReplyDelete
 4. Hvað er kremið fyrir margar cupcakes?

  ReplyDelete
 5. úff það dugði á helling af kökum ;9 gerði svona mini kökur og átti alveg afgang eftir 30 kökur minnir mig

  ReplyDelete