Sunday, July 14, 2013

Vestfirðir heilla

Þá er búið að skoða Vestfirðina, eða brot af þeim allavega. Fjölskyldan, að heimasætunni undanskilinni þeystist um í vikutíma með fellihýsi í eftirdragi og tjölduðum í fjörðum og dölum og höfðum mikið gaman af. Fólk er ekkert að ýkja þegar það dásamar Vestfirðina því landslagið er stórbrotið og myndefni bak við aðra hverja þúfu og beygju. Sambandsleysið var nánast vel þegið svo lítið fór fyrir bloggi og eldhúsæfingum á fésbókinni. Það var ákveðin áskorun af fara í svona langa ferð fjarri öryggisins úr eldhúsinu þar sem kókoshveitið og allar græjur bjarga manni oftast frá græðginni en við gerðum eins vel og við gátum. Veit ekki hvort við teljum með súkkulaðimolana sem laumuðust upp í þreytta ferðalanga eftir göngu um Látrarbjarg í rokinu en við erum jú mannleg ekki satt.
 
Rafmagnspannan okkar góða kom sér vel og náðum við að steikja egg og beikon á hverjum morgni, elda hamborgara og smásteikur svo fjárhagurinn fór ekki alveg á hliðina í vegasjoppunum. Við heimsóttum samt krúttleg kaffihús á leiðinni og kaffið rann ljúflega niður ásamt smakki af kruðerímatseðlum staðanna. Ministronesúpan í Simbahöllinni á Þingeyri var ljúffeng og fiskréttirnir á Tjöruhúsinu á Ísafirði voru geggjaðir. Kaffið í Stúkuhúsinu á Patró yndislegt og vöfflukaffið í Litlabæ var heimilislegt og krúttað. Heydalurinn stóðst allar okkar væntingar,tjaldstæðið var frábært,tófa að leik með yrðlingum sínum, talandi páfagaukur í afgreiðslunni og sundlaugin í gróðurhúsinu var vægast sagt vinsæl. Maturinn var ljúffengur, osta-og spínatfyllt kjúklingabringa og salat úr garðinum klikkaði ekki.
Frábært frí að baki og nú hefst aftur hið daglega amstur og vonandi einhverjar æfingar í eldhúsinu. Afmælisundirbúningur okkar hjóna mun taka tíma okkar næstu vikuna en það hlýtur að laumast inn ein og ein uppskrift þrátt fyrir það. Bestu sólarkveðjur frá Kristu
Nesti fyrir ferðina græjað, kryddbrauð, brauðbollur og hörfræskonsur
Gott að eiga hnetugott svona til að standast sjoppfreistingarnar

Firðirnir heilluðu

Roastbeef og bernaise í nesti

 
Skonsur og macadamiuhnetur

 
Egg og beikon á hverjum morgni

Tjöruhúsið á Ísafirði bauð upp á girnilega fiskrétti á hlaðborði snilld og frítt fyrir börn

Skyr, egg, beikon, álegg.. góður grunnur í ferðina

 
Kaffi í Simbahöllinni með því betra sem var smakkað, börnin fengu sér belgíska vöfflu
 
 
Ministronesúpa sem var svoo góð, þarf að LKL græja hana

 
Heydalurinn í öllu sínu veldi
Stúkuhúsið á Patró, fallega uppgert og vinalegt kaffihús
 
 
Hamborgarar án brauðs, ekkert að því , brakandi ruccola, chilli í krukku og bernaise :)

  

No comments:

Post a Comment