Monday, July 29, 2013

Bökuð egg

Mánudagur: þvottur eftir ferðalag, tiltekt, ræktin. Langaði í eitthvað gott en einfalt til að trappa mig niður eftir helgar"nammið" eins og nokkrum LKL kökum og einu skyri með rjóma og mikið ;)
Ég rakst á alveg ofsalega fallega búð "Evita"á Selfossi sem selur falleg bökunarform ásamt fleiru og ákvað að eignast 1-2 stk sem myndu eflaust nýtast í eldhúsæfingum mínum. Grænkál úr garðinum var klippt niður sem og steinselja sem er í örum vexti núna og bökuð egg voru í hádegismatinn á þessum bæ.
Egg í ofni:
Smjörklípa
2 egg
1-2 msk rifinn cheddar ostur
góð lúka grænkál eða spínat
2 msk beikonkurl
pipar
fersk steinselja eða krydd að eigin vali
 
Ofninn hitaður vel í 180-200 gráður.
Eldfast form smurt að innan með smjöri. Eggin brotin varlega ofan í formið.
Léttsteiktu beikonkurli og grænkáli dreift yfir, rifnum og osti,kryddjurtum og smá pipar.
Bakað í ofni í 10 mín, best ef rauðan er aðeins mjúk :)
No comments:

Post a Comment