Wednesday, July 24, 2013

Ein með öllu

Jæja nú er sumarið dottið í hús og sólin kallar hreinlega á grill, ís og eitthvað obbosslega gómsætt.
Ég ákvað að skella pólskum pylsum á grillið og varð auðvitað að hafa pylsubrauð með því. Uppskriftin er einföld og jafnfljótleg og það tekur þig að skutla keyptum brauðum í örbylgjuna eða (nánast).  Svo var nú ekki slæmt að fá sér ekta "Milkshake" í eftirrétt :)
Pylsubrauð 4 stk
100 gr möndlumjöl (gott að nota möndlur án hýðis)
1 msk hörfræmjöl/flaxseed
2 msk Husk duft frá NOW
1/2 tsk salt
1 sprauta Via Health original stevía
2 stór egg
170 gr sýrður rjómi eða grísk jógúrt, ég notaði 18 % sýrðan
1 tsk vínsteinslyftiduft
 
Blandið þurrefnum saman og síðan eggjum, stevíu og jógúrt eða sýrðum rjóma, hrærið vel saman og látið standa í nokkrar mín. Mótið svo (ágætt að nota hanska) 4 lengjur úr deiginu og bakið á smjörpappírsklæddri plötu.
Bakið í 25 mín á 160 gráðu heitum ofni m/blæstri.
 

"Milkshake"

" Milkshake "
2 msk skyr hreint
klaki 1 gott glas
1 msk hnetusmjör
1-2 skúbbur vanilluprótein Nectar
8 dropar eða ca.1 sprauta Via Health stevíudropar,vanillu
Þynna með vatni eftir smekk
 
Mixið vel saman í blender, hellið í glas og berið fram með
röri og sól í hjarta.

1 comment:

  1. Þessi eru frábær!!! hef líka gert þau sem hamborgarabrauð og notað sem brauðbollur (sleppi stevíunni) mæli 100% með þessum :) takk fyrir uppskriftina!!

    ReplyDelete