Tuesday, July 2, 2013

Haloumi ostur

Haloumi ostur, já hvað er það ? Jú ostur sem búinn er til úr blöndu af geita, sauðamjólk og stundum kúamjólk. Þetta er vinsæll ostur hjá Grikkjum og Kýpurbúum og minnir aðeins á fetaostinn. Hann hefur hátt hitaþol og hægt er að steikja hann á pönnu, hita í ofni eða grilla. Mjög skemmtilegt bragð sem kemur af honum þegar hann er eldaður, svipað og ristað brauð !! :) Mæli með að þið prófið. Ég prófaði að steikja hann upp úr olíu og chilli, hvítlauk og smá salti og svo hafði ég hann með salati og steik. Kom hreinlega í staðinn fyrir hvítlauksbrauðið. Eins prófaði ég að hita í ofni með rabarbarachutney og pecanhnetum og það var yndi. Flottur forréttur t.d. mæli með þessum og hann fæst t.d. í Bónus !!

 

2 comments:

  1. Girnilegt! Langar mikið til að prófa en síðast þegar ég steikti Haloumni þá var hann eins og gúmmí. Lentir þú ekki í því?

    ReplyDelete
  2. Held það fari bara eftir eldunaraðferð, ég steikti hann á pönnu, reyndar stórhættulegt því það spýttist vel úr honum fitan eða vökvinn ;) bara passa sig, hann varð aðeins gúmmíkenndari í ofni en held að trikkið sé að steikja í stuttan tíma á háum hita.

    ReplyDelete