Friday, July 26, 2013

Með fljótlegri samlokum !

OK ég verð að viðurkenna það, ég er pínu tækjaóð þegar kemur að eldamennsku og sniðugheitum í eldhúsinu. Sennilega eitthvað svipuð barni í leikfangabúð eða karlmanni á bílasýningu, já eða konu á bílasýningu ;)
Ég var sem sagt að gera tilraunir með hörfræmjölsamloku, gerði hana fyrst í örbylgjunni en svo fékk ég fyrirspurnir um aðrar aðferðir því ekki eru allir jafn hrifnir af öbbanum góða svo ég fékk mér alvöru græju til að leysa málið. Skundaði í Elko og náði mér í ofurgræju sem hægt er að skipta um plötur í, s.s. f. belgískar vöfflur, grill og svo samlokurist :) snilld. Hér er svo afraksturinn. Hörfræloka með skinku og osti.
Uppskrift að einni samloku 0.75 netcarb:
 
3 msk Golden flax seed meal/ hörfræmjöl( eða venjulegt hörfræmjöl Flax seed meal)
1 egg
( má salta eða krydda en ég lét aioli duga sem álegg)
 
Pískað saman í skál, hellt í samlokugrill og hitað í 2-3 mín.
Út kemur stór sneið sem hægt er svo að skera í tvennt, smyrja með Aioli , skinku og osti og grilla aftur í 1-2 mín. Þetta er með fljótlegri samlokum sem ég hef gert fyrir utan að nota örbylgjuna en það er líka hægt að baka brauðið fyrst í örbylgjunni á smjörpappír í ca 2 mín og grilla svo samlokuna eða rista í brauðpoka. Allt eftir hentisemi.


6 comments:

 1. ÉG skellti mér í dag og verslaði eins grill ;) ætla gera svona samlokur í kvöldmatinn og gera svo belgískar vöfflur.. TAKK fyrir að vera hér fyrir okkur hin sem kunnum ekki baun <3

  ReplyDelete
 2. Snilld á eftir að prófa þetta brauð á gamla góða vöfflujárninu mínu

  ReplyDelete
 3. Hæ, er hægt að nota eitthvað annað mjöl en flax seed meal í þessa samloku ?

  ReplyDelete
 4. Hver er munurinn á golden flax seed meal og flax seed meal?? :)

  ReplyDelete
 5. ég notaði flax seed meal og mér fannst alls ekki gott bragð af þessu...

  ReplyDelete
 6. golden flax seed er ekki eins gróft, og skv uppl á pakkningu virðast vera færri kolv í því. En þeir sem ekki vilja bragðið( sumir finna smá lýsisbragð) þá er hægt að prófa chia seed mjölið t.d. Ég set reyndar kúmen í deigið og finn aldrei neitt lýsisbragð :)

  ReplyDelete