Thursday, August 29, 2013

Blómkáls - skinn

Já talandi um Hard Rock, muna ekki allir eftir "potato-skins" forréttinum sem var alveg það besta á matseðlinum, fyrir utan grísasamlokuna auðvitað ? Ég sakna kannski einna helst þess að fá mér ekki bakaðar kartöflur lengur og svona kartöfluforrétti eins og eru enn mjög vinsælir á matsölustöðunum.
En nú er málið leyst, blómkál er bara hið mesta undraefni og chia seed sem búið er að mala getur gert kraftaverk. Útlitið er allavega ekki að svíkja neinn og bragðið.. ja, við skulum segja að það hljóti að vera gott því unglingurinn á heimilinu bað um ábót, af soðnu blómkáli ;)  !!!
"Blómkáls-skin"
200 gr maukað blómkál
1 egg
2 dl rifinn cheddar ostur + 2 msk til að toppa með
salt dash
pipar dash
1 tsk paprikukrydd ( nauðsynlegt ) sweet paprika frá Söstrene Gröne er mjög góð t.d.
1 msk Chia Seed meal eða möluð Chia fræ
30 gr sýrður rjómi (til að setja ofan á í lokin)
3 msk beikonkurl
graslaukur niðurklipptur

 Aðferð:
Gufusjóðið fyrst blómkálið ca 1 haus. Maukið allt saman nema sýrða rjómann, beikonið og graslaukinn og setjið í skeljamót og bakið 180 gráðum, þar til gyllt. Má líka sprauta aflöngum doppum á smjörpappír ef formið er ekki við hendina.
Takið úr mótinu, setjið í bökunarpappír og stráið beikonkurli yfir og dálitlu af rifnum cheddar.
Hitið aftur í ofni þar til "bátarnir" hafa brúnast vel og svo berið þið þá fram með tsk af sýrðum rjóma og niðurskornum ferskum graslauk.
 


4 comments:

 1. Þetta er svakalega girnilegt. Hvar færðu svona skeljamót?
  Takk fyrir frábært blogg.
  Bestu kveðjur, Elísa

  ReplyDelete
 2. Sæl fékk þetta held ég í ELKO er mótasjúk, en það er alveg eins hægt að gera þetta með msk á smjörpappír og baka , snúa svo við og setja beikonið á og hita aftu rmeð osti

  ReplyDelete
 3. Frábært - takk kærlega.
  ps. var að gera chilisultuna og hún er algjört sælgæti. Takk :)

  ReplyDelete
 4. Alveg meiriháttar gott, hafði þetta á boðstólnum í LCHF brunchinum um daginn og þetta var rosalega vinsælt, takk :)

  ReplyDelete