Tuesday, August 27, 2013

Chia tortillur

Burritos, vefjur, pizzubotnar, brauð, tortillur... ohh ég elska góða tortillu með brakandi grænmeti, góðri skinku, kryddsósu, og jafnvel jalapeno á góðum degi. Þetta eru samt oftast kökur sem bakaðar eru úr spelti, hveiti eða einhversskonar kolvetnaríku mjöli.
Nú er hinsvegar hægt að fá Chia fræ mjöl sem er auðvitað unnið úr Chia fræjunum sem margir þekkja. Chiafræin eru þvílík orkufæða og innihalda hátt hlutfall omega-3 fitusýra auk þess sem þau eru stútfull af andoxunarefnum, próteini, steinefnum og trefjum.
Er því ekki upplagt að baka tortillur úr þeim :)  Mjölið fæst frá NOW og er þægilegt fyrir þá sem geta ekki malað fræin sjálfir. Eins er frábært að nota Chia mjölið til að þykkja sósur og setja út í kjötbollur/kjúklingaborgara og fiskibollur :) snilldarstuff

Flatbrauð/ Tortilla m/eggi
1 egg
1 msk chia mjöl
1/2 tsk laukduft
1/4 tsk hvítlauksduft

Flatbrauð/ Tortilla m/eggjahvítu
3 eggjahvítur
1 msk chia mjöl
1 tsk husk
1/4 tsk lyftiduft
1/2 tsk laukduft
1/4 tsk hvítlauksduft

Þeyta með töfrasprota eða písk, þynna með vatni ef þarf.
steikt á heitri pönnu. Gott með grænmeti, kjúkling, sem pizzubotn og hvað sem er.
Gef upp bæði með og án eggjarauðu. Sumir finna eggjabragð af brauðinu og er eggjahvítuútfærslan mjög góð og létt í sér.

Æðislegt að smyrja kökurnar með Tex Mex smurosti, skera avocado niður, spínat eða grænkál, góða skinku, eða kjúkling og uppáhaldið mitt eru nokkrir Jalapenohringir úr krukku (passa að þeir séu ekki í sykurlegi) svo má nota sína uppáhaldssósu líka, aioli, sýrðan rjóma og hvað sem er. 
No comments:

Post a Comment