Wednesday, August 28, 2013

Grísaloka og BBQ sósa Kristu

Grísaloka að hætti Kristu. Pínu dútl en í rauninn bara skemmtilegt verkefni og gaman að borða með hrásalati, heimatilbúnum brauðum og rifja upp daga Hard Rock í Kringlunni.
Mallinn er þó töluvert sáttari með sig eftir þessa útfærslu en hér í den.
Rifið svínakjöt
 
1.5 - 2 kg Svínabógur
240 ml vatn
1 laukur niðurskorinn
1 Súputeningur, svína eða kjúklingakraftur
 
Aðferð:
Setjið bóginn í ofnpott / saladmasterpönnu / slowcooker pott.
Hellið vatni meðfram  kjötinu, dreifið lauknum því næst í botninn og bætið við krafti,
hér má smyrja 1/4 hluta af BBQ sósunni á kjötið.
Setjið svo lokið á og látið kjötið
malla í 7-9 klt á lágum hita 75 gráður í Salamasterpönnu eða potti,líka hægt að hægelda kjötið í ofni á 100 - 120 gráðum í 6-8 klt.
Takið kjötið svo úr pottinum/ofninum og rífið niður með 2 göfflum, hendið lauk / beini og fitunni.
Hellið soðinu úr pönnunni/ pottinum setjið rifna kjötið út í aftur og þá má bæta BBQ sósunni saman við og hræra vel í, ágætt að hækka hitann í 120 gráður og hita sósuna vel
í gegn. Borið fram í hamborgarabrauði með LKL hrásalati.
  
BBQ sósa Kristu
 
1 hvítlaukur ( heill laukur fæst í litlum körfum)
6 msk eplaedik
1 msk Sukrin Gold
1 msk red chilli flögur(t.d. Söstrene gröne )
1 msk Dijon sinnep
1/2 tsk hvítlaukssalt
1/8 cayenne pipar
1 msk paprika ( t.d. Söstrene gröne)
1 msk Worchester sósa
1 lítil dós HUNTS paste 6 oz dolla
2 msk kurlað beikon um 25 gr
 
Allt sett í lítinn mixer og mixað í mauk.
Gott með grillkjöti, kjötbollum og svínakjöti.
  
 


No comments:

Post a Comment