Tuesday, August 13, 2013

Ítalskar bollur með kúrbít

Ég hef nú oftar en einu sinni dásamað kúrbítinn og hér er hann aftur í aðalhlutverki í þessum bollum sem eru æðislegar með súpu og pottréttum en líka bragðgóðar með osti og smjöri. Koma á óvart og eru léttar og bragðmiklar eins og "ekta" hveitibollur ;)


 

Ítalskar bollur með kúrbít:

Um 15-20 stk
160 gr rifinn kúrbítur, þarf ekki að útvatna
80 gr möndlumjöl
80 gr kókoshveiti
60 gr HUSK
2 msk ítalskt krydd t.d. Pottagaldur
4 egg
1 msk svartur pipar
1 msk gróft sjávarsalt
200 ml vatn, sniðugt að nota sódavatn
1 msk lyftiduft
4 msk ólífuolía

 
Blanda öllu saman í hrærivél, móta góðar bollur
strá hörfræ og sesamfræi yfir ásamt smá sjávarsalti og baka í 45-50 mín
á 170 gráðum.

No comments:

Post a Comment