Monday, August 19, 2013

Kanilsnúðabakstur í rigningunni

Sumir dagar kalla hreinlega á bakstur, innidagur hjá mér í dag, veik og lufsuleg og þá er gott að fá sér kanilsnúð og heitt kaffi, eða er það ekki :)
Kanilsnúðar, léttir og fínir
60 g sesammjöl ( Funksjonell fæst í Krónunni )
75 g kókoshveiti
1 tsk lyftiduft
3 tsk husk
2 msk sukrin
1 tsk xanthan gum
1,5 dl sódavatn
4 egg
5 msk bráðið smjör
1-2 tsk kardimommudropar
 
setjið þurrefnin saman í skál, þeytið smjörið og eggin með gaffli og bætið saman við þurrefnablönduna,
setjið dropana saman við og sódavatnið og leyfið deiginu svo að standa í 10 mín
Fletjið svo deigið út á bökunarpappír með pappír undir og yfir því það er soldið klístrað.
 
Fylling:
Blandið saman smjöri ( ca 3 msk, 1 msk kanil og sukrin gold ) til að gera kanilfyllinguna og
smyrjið henni á deigið, rúllið upp og skerið niður í litla snúða og sniðugt að baka þá í muffinsformum, gott að smyrja smá kanilblöndu ofan á hvern snúð fyrir extra jummýness,
bakað á 180 gráðum í 20 mín.
 

 4 comments:

 1. Þú segir sódavatn. Ert þú að meina sódavatnið frá Egils en ekki bragðlausan kristal? Ég vona amk að það sé sódavatnið sjálft svo ég sé að gera rétt. Þetta lítur amk vel út. Ég hlakka til að smakka :)

  -Sæunn

  ReplyDelete
 2. já bara bragðlaust sódavatn, ég nota bara sodastreamtækið ;)

  ReplyDelete
 3. Ég er með eina spurningu í viðbót. Í heimsku minni ákvað ég að þetta væri eins og að baka hina uppskriftina sem ég prófaði því deigið var svo blautt svo ég bakaði deigið í 20 mínútur og setti svo kanilinn, það misheppnaðist því. Mig langar því að vita hvernig nærðu eiginlega að rúlla þessu upp í snúða meðan þetta er óbakað? Ég átti erfitt með að ná efri bökunarpappírnum af svo ég eiginlega fatta ekki hvernig ég á að fara að tilraun tvö.

  ReplyDelete
 4. leyfðu deiginu að taka sig alveg í 10-15 mín, svo tók ég bara efri pappírinn af, og byrjaði að rúlla upp rúllunni með neðri pappírnum, þá festist deigið við deigið ;) eða þannig og auðvelt að rúlla upp, en það þarf að gera þetta frekar varlega, þú getur líka sett aðeins meira af sesammjöli eða kókoshveiti í deigið, annars kemur þessi uppskrift betrumbætt í bókinni :) en þetta gengur alveg ef þú bara leyfir Huskinu að draga í sig vökvann

  ReplyDelete