Friday, August 16, 2013

Kjúklingaborgarasnilld

Jæja helgin að detta í hús og hvað er betra á laugardagskvöldi en djúsí og spicy kjúklingaborgarar. Þetta verður eldað á mínu heimili og nú með nýrri týpu af hamborgarabrauði sem ég er að prófa.Verði ykkur að góðu.


 
Kjúklingaborgarar með sætri chillisósu.
 
600 gr úrbeinuð kjúklingalæri/bringur/kjúklingahakk
100 gr rifinn mosarellaostur, má líka nota bragðsterkan ost
3 stilkar sellerý
2-3 hvílauksrif (valfrjálst)
1 egg
salt
pipar
1/2-1 dl Franks Red Hot sauce fæst t.d. í Fjarðarkaup
100 gr beikon
3 msk niðurskorinn jalapeno eða rauður chilli ( fyrir þá sem vilja extra hot)
 
Allt sett í matvinnsluvél eða hakkavél og sett í kæli í smá stund.
Betra að móta borgarana þegar deigið er kalt.
Steikið borgarana á pönnu í smá olíu.
Gott að setja þá svo í eldfast mót í 10 mín til að fullelda kjúklinginn.
 
Æðislegt að bera fram í Tortillubrauði, með sætri chillisósu og avocado, salati og rauðlauk.
En auðvitað má líka baka hamborgarabrauð og hér eru uppskriftir.

Tortillur
150 gr möndlumjöl ( fínmalað t.d. Funksjonell)
5 msk Husk DUFT er í plastbauk frá NOW (ekki hægt að nota neitt í staðinn sorry)
1 tsk sjávarsalt
2 egg
250 ml vatn
1 tsk laukduft (valfrjálst)
 (Má nota kókoshveiti líka þá helmingi minna og 4 egg )
Hrærið allt saman í skál og leyfið deiginu að verða svona gelkennt ( HUSKIÐ )
Skiptið því niður í 10 litlar kúlur og fletjið út á milli 2 pappírsarka verður að nota t.d.
Pam sprey á milli.Rúllið út og steikið svo kökurnar á heitri pönnu.
 
Hamborgarabrauð 4 stór borgarabrauð eða 8 lítil
 
140 gr möndlumjöl
4 egg
2 tsk Sukrin/Erythritol ( frjálst)
3 tsk lyftiduft
140 gr "ósaltað" smjör bráðið
 
Blandið þurrefnum saman, því næst eggjum og bráðnu smjöri og hrærið vel.
Bakið í ofni og gott að nota smurð hamborgaramót fyrir þessi brauð eða stór muffinsform.
180 gráður í ca 15 mín.
 
 
 Sæt Chillisósa:
 
2 msk sýrður rjómi
 2 msk mæjónes
 1 góð tsk Zembal Oelek
 1/2 tsk Sukrin gold og eða nokkrir Steviudropar 3-4

No comments:

Post a Comment