Sunday, August 4, 2013

Konfekt

Það eru nú flestir frekar ginkeyptir fyrir súkkulaði, allavega ég en stundum veit maður ekki alveg hvaða innihaldsefni eru í þeim "sykurlausu" súkkulaðistykkjum á markaðnum. Þá er tilvalið að búa til sitt eigið konfekt og tekur það ekki langan tíma eins og ég komst að :)
Súkkulaðikonfekt
120 ml kókosolía ( best að láta krukkuna í heitt vatn í smá stund.)
1 dl Sukrin Melis
30 gr kakó ( ósætt )
1 sprauta af Via Health steviu, t.d. vanillu, piparmyntu eða eftir smekk.

Eins má bæta út í kaffidufti, rommdropum, appelsínudropum eða hverju sem er í blönduna.
Sigta saman Melis og kakó, því er svo hellt út í pott með fljótandi kókosolíunni.
Hitað örlítið í potti á lágum hita og hrært vel saman, bragðefnum bætt út í á þessu stigi.
 
Hellt yfir í könnu með stút, það einfaldara margt. Hellt í konfektform (mitt fékk ég í Líf og List)
 eða klakabox og sett í frysti. Tekur stutta stund að stífna.
p.s. einnig hægt að sprauta dálitlu hnetusmjöri út í hvert hólf og hræra létt með tannstöngli ef þið viljið M&M hnetusmjörsnammi :)3 comments:

  1. Vá ég smakkaði þetta og þvílík snilld, sett dass af hnetusmjöri í hvert hólf og þetta er ÆÐI, TAKK FYRIR MIG!

    ReplyDelete
  2. Flott, þú gætir prófað að blanda hnetusmjörinu út í kókosolíuna næst og svo kakóin og sætunni og þá kemur svona nettur hnetukeimur af súkkulaðinu :)

    ReplyDelete
  3. ú já, það hljómar vel! Prófa það næst. Í síðustu tilraun setti ég hnetusmjör og ristað kókosmjög í miðjuna og það var líka vel gott.

    ReplyDelete