Friday, August 23, 2013

Menningarnæturterta

Ég er pínu obsessed af matarpælingum þessa dagana, bakstri og hverskonar útfærslum í LKL mataræðinu og það djúpt sokkin að í Zumbatíma hjá Kristbjörgu vinkonu minni, snilling, ofurdanspíu og dívu með meiru, þá sló niður þeirri hugmynd að baka 6 laga hnallþóru fyrir Menningarnótt ! Ég bý samt í Hafnarfirði svo það er enginn að koma í kaffi til mín en svona er maður klikk haha. Hér er uppskrift af herlegheitunum en hún er hönnuð út frá köku sem maðurinn minn elskaði að borða hjá ömmu sinni heitinni, svampkaka með sultu, og súkkulaði ;) Marenge toppurinn var svo extra áskorun því það vill vera pínu strembið að baka marenge á þessu mataræði ;) en ekki lengur.


 Svamptertubotn:
Einn pk kökumix Funksjonell
1 dl grísk jógúrt
1 dl vatn
1 dl olía
Hrærið og bakið í tveimur formum, notast við leiðbeiningar á kassa.

Einn flottur marenge toppur á tertu:
2 eggjahvítur stofuhiti
3 msk Sukrin Melis
4 dropar vanillustevía
1/8 tsk cream of tartar
1/16 tsk salt

Hitið ofn í 120 gráður
setjið bökunarpappír á plötur og ágætt að hafa plötuna á næstlægstu rim í ofninum.
Þeytið saman eggjahvítur, gott að nota glerskál eða stálskál, sukrin melis, vanillu,
cream of tartar og salt.
Þeytið þar til gljái er komin á blönduna.
Sprautið marengeblöndunni í doppur nokkuð þétt svo þær renni saman í ofninum,
ágætt að teikna passlegan hring á smjörpappírinn fyrst.
Má líka sprauta í aðskildar doppur til að fá litla marenge toppa. Fallegt ofan á muffins kökur.
Bakið í 20 mín á 120 gráðum. Svo má lækka hitann í 90 gráður og baka aðrar 20 mín.
Slökkvið á ofninum og leyfið marenge að stífna í 2 tíma eða lengur.
 
Kaffikrem á milli:
80 gr smjörvi eða ísl smjör.
2 msk kakó
3 msk Sukrin Melis
5 dropar vanillustevía
1 msk instant kaffiduft
1/2 tsk xanthan gum

1 msk súkkulaðisýróp Torani

Hindberjasulta á milli botna:
450 gr hindber ( afþýdd eða fersk)
25 gr Sukrin Melis
20 dropar Stevía ( Via Health )
1 tsk xanthan gum ( NOW )
 
Setjið allt nema xanthan gum í pott, hitið vel þar til berjablandan fer að malla, dreifið svo xanthan gumminu yfir og hrærið stöðugt í þar til sultan er hæfilega þykk 1-3 mín.
Hellið blöndunni í 2 góðar sultukrukkur og leyfið henni að kólna.
Góð á vöfflur, í bakstur og margt fleira :)
 
Bakið botnana, setjið sultu á milli, kaffikrem ofan á og svo einn pela af þeyttum rjóma.
Marengetoppurinn fer svo ofan á síðast og voila Menningarnæturterta :)


No comments:

Post a Comment