Thursday, August 1, 2013

Múffur með bláberjafyllingu

Ég er svo endalaust stolt af þessum krökkum mínum, nú var 14 ára sonur minn að hjálpa mér að útbúa vídeó af mér að kenna þessa skemmtilega auðveldu uppskrift. Snilldargaur.
 
 
Múffur með bláberjasultu
4 stór egg
80 ml rjómi
100 gr sukrin
40 - 45 gr kókoshveiti
8 msk bláberjasulta ( sykurlaus og helst heimagerð)
1 tsk vanilludropar (valfrjálst)
 
Ofn hitaður í 180 gráður
Blandið saman eggjum, rjóma og sukrin og þeytið í ca 5 mín. Bætið kókoshveitinu út í og leyfið deiginu svo að standa nokkrar mínútur.
Spreyjið um 8-9 muffinsform með Pam spreyji og setjið 1 msk af sultu í hvert form. Skúbbið svo deiginu yfir og fyllið formið alveg.
Bakast í 25 mín :)
 
Hér er vídeo sem sýnir þetta gert. Góða skemmtun
 
 

 

No comments:

Post a Comment