Tuesday, August 27, 2013

Salt eldhús- LKL námskeið með Kristu

Jæja einhverntíma verður víst allt fyrst. Hún Auður snillingur hjá SALT eldhús hafði samband við mig og bauð mér í smá samstarf með sér. Endilega kíkið á þetta hjá henni ef þið hafið áhuga á léttu námskeiði í bakstri og kennslu á nokkrum skemmtilegum réttum hjá mér :)
http://www.salteldhus.is/is/bookevents/?date%5B%5D=&type%5B%5D=
LKL að hætti Maríu Kristu
14/09/2013 11:00

 
LKL eða Lágkolvetnamataræðið er í mikilli sókn og vegna fjölda fyrirspurna og áskorana frá fólki sem fannst vanta námskeið af því taginu, leituðum við til Maríu Kristu Hreiðarsdóttur matgæðings, sem hefur verið að þróa LKL uppskriftir um þó nokkurt skeið vegna ofnæmis sem kom upp í fjölskyldu hennar.

 
 
María Krista þykir ákaflega hugvitsöm þegar kemur að því að finna leiðir til að gera þetta fæði enn betra og fjölbreyttara og munum við á þessu námskeiði læra að töfra fram LKL veislu sem stendur öðrum hefðbundum veislum síst að baki.
 
Þið útbúið alls um 12-14 mismunandi rétti sem við munum svo bera fram á hlaðborði sem við gæðum okkur á í lokin ásamt léttum drykkjum.
 
Kennari: María Krista Hreiðarsdóttir
 
Innifalið: Allt hráefni, þjónusta kennara, aðstoðarmanns og uppvaskara, afnot af svuntu og uppskriftamappa til að taka með heim.
 
Lengd: 4-5 klst.
 
Verð: 14.900.-


Næstu námskeið sem er laust á:

LKL að hætti Maríu Kristu

21/09/2013 11:00
 

LKL að hætti Maríu Kristu

28/09/2013 11:00
 
 
 
 

 
 
 

3 comments:

  1. Vona að þetta verði endurtekið annan laugardag þar sem ég kem ómögulega á þessum degi :)

    ReplyDelete
  2. Ég væri líka mikið til en kemst ekki heldur á þessum degi.

    ReplyDelete
  3. Það er búið að bæta við 2 laugardögum á síðuna s.s. 21 og 28 sept líka :)

    ReplyDelete