Thursday, August 8, 2013

Skyndidesert

Kannist þið við að þurfa eitthvað sætt "NÚNA" ég er ein af þeim, ekki að mataræðið kalli beint á sykurpúkann, síður en svo, en það "kemur" fyrir og sérstaklega á vissum tímum mánaðarins hjá okkur stelpunum :) Þetta er því tilvalinn skyndidesert sem ég lék mér með í matarboði fyrir stuttu. Nokkuð vel heppnað, og börnin elska þetta :)
Jell-O hindberjabúðingur:
1 pk Jell-O ( Rasberry )má velja hvaða bragð sem er , sykurlaust
250 ml rjómi
Blanda Jell-O duftinu út í rjómann, annaðhvort í skál eða bara beint út í rjómasprautuna.
Hrista vel, ágætt að gera þetta hratt og örugglega svo duftið setjist ekki í botninn.
Sprautið svo guðdómlega góðum bleikum búðing í skálar og njótið.
Hér er kennsluvídeó :)
 
Súkkulaðiútgáfa:
200 ml rjómi
2 msk gott kakó sigtað út i rjómann,
2 msk sukkulaði eða karmellusýróp( Torani)
1 sprauta stevia ca 10 dropar 
 
Allt hrært lauslega saman, gott að sigta kakóið út í rjómann, blöndunni hellt í rjómagassprautu og sprautað í desertskálar. Kælt eða borðað STRAX ,tilbúinn búðingur á nokkrum mín  dugði í 3 góðar skálar.

No comments:

Post a Comment