Tuesday, August 6, 2013

Stökkt og gott hrökk-kex

Nú eru til margsskonar uppskriftir af hrökkkexi og sumar innihalda mjöl, aðrar egg, og enn aðrar mjólkurvörur. Þessi uppskrift er töluvert einföld, bragðgóð og án mjólkurvara .
Gott að eiga hollt og gott hrökkkex eftir löðrandi helgarfríið ;) kemur meltingunni af stað og allir sáttir.
Hrökk-kex, stökkt og gott
 
300 gr sólblómafræ
50 gr hörfræ
1 tsk salt
4 egg
4 msk ólífuolía
2 msk kúmen
 
Aðferð:
Salt og fræ sett í mixer, og malað gróft. Blandið eggjum og olíu út í og hrærið. Dreifið deiginu á 2 plötur og hafið smjörpappír á milli á meðan þið fletjið út. Bakið í 30 mín í 150 gráðum.
 

1 comment:

  1. Hæ, veit þetta er gamall póstur en ég vona að þú sjáir hann samt... Vantar ekki eitthvað mjöl í þessa uppskrift? Þegar þú talar um 150°er það þá með blæstri? Kveðja

    ReplyDelete