Monday, August 12, 2013

Súkkulaðisæla á einni mínútu

Hér er uppskrift af súkkulaðiköku í örbylgjunni sem er alltaf sívinsæl á heimilinu, vildi koma henni hér á framfæri þar sem hún er dálítið falin á síðunni minni í allri uppskriftasúpunni hér.
 
Súkkulaðisæla fyrir 2
1 egg
8-10 dropar vanillustevía ( Via Health)
1 msk rjómi
2 matskeiðar gott kakó (Rapunzel t.d.)
2 msk sætuefni t.d. Erythiol eða Sukrin
1 tsk lyftiduft
1 msk mjúkt smjör
Hrærið öllu vel saman og deilið í 2 örbylgjuvæn ílát.
Gott að spreyja fyrst með Pam spreyi.
Hitið í örbylgjuofni í 50-60 sek, getur verið mismunandi eftir ofnum. Ekki of lengi og hafið formin rúm því kakan lyftist duglega.
 
Tillaga að góðu kremi:
 
Rjómaostafluff
240 gr rjómaostur
30 gr 85 % súkklaði brætt
2-3 msk Sukrin Melis
bragðbætt með vanilludropum eða öðrum bragðteg
 
Þeytið rjómaostinn vel, hellið svo bræddu súkkulaði út í og Melis sykrinum.
Bragðbætið að vild. Þetta krem dugar á stóra köku svo endilega minnkið ef þið ætlið að nota á eina súkkusælu í örbylgjunni.
 
 
 

2 comments:

  1. Ert ekki að grínast í mér, var að prófa þessa. Hún er geggjað góð :D BIG LIKE
    líka mjög góð með vanillukremi

    ReplyDelete
  2. Já þessi klikkar aldrei :) gott að heyra

    ReplyDelete