Friday, August 2, 2013

Sumardagar og mojito

Það sem hægt er að gera sniðugt með sætuefnum og bláberjum, það er nú meira. Ég póstaði hér á undan uppskrift af múffum með bláberjasultu, hér er uppskriftin af sultunni sjálfri og svo er hér ein útfærsla af Bláberjamojito sem væri nú tilvalinn í hitanum um helgina, hvort sem hann verður áfengur eða ei :) Svo gat ég ekki stillt mig um að skella inn uppskrift af Beikon og Brokkolíböku sem ég útbjó í hádeginu og kom alveg snilldarvel út :) En nú er ég farin út í sólina að sinna garðinum :) Eigið góða helgi gott fólk.
Bláberja mojito :)
 
Klaki í 3/4 af glasi
nokkur myntulauf
safi úr 1/2 lime
1 msk Sukrin gold
2 msk bláberjasulta
Sódavatn upp að brún
 
Áfengur:
1 skot ljóst romm ( 40 ml )
 
Aðferð:
Setjið myntu, sukrin og klaka í glas eða krukku og merjið vel saman með morteli.
Bætið sultunni út í og því næst limesafa og rommi fyrir þá sem vilja, fyllið upp með sódavatni og njótið.
 
 
 Bláberjasulta:
450 gr bláber ( afþýdd eða fersk)
25 gr Sukrin Melis
40 dropar vanillustevía ( Via Health )
1 tsk xanthan gum ( NOW )
 
Setjið allt nema xanthan gum í pott, hitið vel þar til berjablandan fer að malla, dreifið svo xanthan gumminu yfir og hrærið stöðugt í þar til sultan er hæfilega þykk 1-3 mín.
Hellið blöndunni í 2 góðar sultukrukkur og leyfið henni að kólna. Góð á vöfflur, í bakstur og margt fleira :)
 
Beikon og brokkolíbaka:
 
70 gr sesammjöl eða kókoshveiti
120 gr rifinn cheddar ostur( eða annar sterkur ostur)
3 egg
1 msk Husk eða Fiber fin
Mjöli og osti blandað saman í hrærivél
eggjum bætt út í og hrært á milli atriða.
Þetta verður svona semiblautt deig sem þar svo að smyrja í pæform.
Ef það er mjög blautt ( fer eftir eggjastærð ) þá má þykkja aðeins með meira mjöli.
Leyfið því samt að standa smá því deigið þykknar
Gott að spreyja það með PAM
Bakað í 180 gráðum í 15 mín.
Fylling:
1 bakki beikonkurl um 200 gr
300 gr smátt skorið brokkolí ( má nota frosið en afþýða það fyrst)
2 egg
180 ml rjómi
150 gr rifinn ostur
svartur pipar
 
Aðferð:
 
Steikið brokkolí og beikon með smá smjörklípu.
Blandið svo saman rjóma og eggjum, og rifnum osti í skál.
Hellið beikoni og brokkolí ofan í pæskelina og síðan fer rjóma/osta/eggjablandan yfir.
Bakið aftur í ofni í 30 mín sirka þar til allt er bakað í gegn og osturinn orðinn gylltur og fínn.
Borið fram með góðu salati :) Sýrður rjómi eða hvítlaukssósa væri líka mjög góð hugmynd hér.
Mæli ekki með að salta þetta því beikonið saltar alveg nóg.
 


 

2 comments:

  1. Er með þessa í ofninum og hún lúkkar vel....hlakka til að smakka. BTW....elska uppskriftinar þínar ;)

    ReplyDelete
  2. Ef maður á ekki vanillustevíudropa fyrir sultuna er hægt að nota eitthvað annað í staðinn? Er spennt að prófa en eina sem ég á er torani vanillusýróp sugar free. Ef það er hægt að nota svoleiðis hvað þarf þá margar tsk á móti 40 dropum?

    ReplyDelete