Friday, September 13, 2013

Avocadoegg

Fyrir þá sem eru  komnir með leið á spældu eggi, soðnu eggi, skrömbluðu eggi, bökuðu eggi þá er hér ein útfærsla sem er mjöööög saðsöm og skemmtileg að bera fram t.d. ef þú ákveður að bjóða fólki í brunch ;) Nokkuð fljótlegt í framkvæmd.
Bökuð avocadoegg
2 egg
1 stórt avocado
svartur pipar
1 msk blaðlaukur saxaður(valfrjálst)
1 msk beikonsmurostur
 
Aðferð:
Hitið ofn í 200 gráður
Skerið avocadoið niður í tvennt, fjarlægjið stein.
Skafið eins og eina tsk í viðbót úr hvorum helming, gott að narta á því á meðan eggin eru undirbúin.
Piprið ofan í holurnar og brjótið því næst eggin yfir skál, gott að láta þynnstu hvítuna renna milli fingrana og geyma, hægt að nota hana t.d. í bakstur.
Setjið nú sitthvort eggið ofan í holuna sína og piprið yfir, skiptið svo beikonosti og blaðlauk á milli þessara tveggja helminga og setjið í ofn í um það bil 10 mín.
Borðið með skeið og njótið.

 Auðvitað má setja hvað sem er ofan á eggin, beikonkurl, skinku, grænkál, spínat eða hvaða krydd sem er. Þetta var það sem til var hjá mér og ég var alveg að elska þessa samsetningu.

No comments:

Post a Comment