Sunday, September 8, 2013

Barcelona í lit

Það finnast nú varla litríkari borgir en Barcelona því mannfólkið, matarmarkaðir á hverju horni og listaverkin skreyta umhverfið svo um munar. Ég var svo heppin að fá að fljóta með í ferð sem skipulögð var til heiðurs 80 ára ömmu minni og 9 "stúlkna" hópur á aldrinum 19-80 ára lagði af stað í draumafríið þann 2. september með fiðrildi í maganum og leyndarmál í ferðatöskunni. "Operation" afmæli var framundan og búið að skipuleggja og plotta að koma gömlu á óvart með afmælisveislu í Sitges, morgunverðarhlaðborði, kökupartý og bleiku þema. Þessi ferð var yndisleg í alla staði, frábærir ferðafélagar og geggjuð borg sem sameinuð gerðu hana ógleymanlega. Amman gleymir líklega seint brussugangi okkar í hjólabátunum, danstöktum á torgunum og bröndurum langt fram á nætur. Takk fyrir mig.

Ef það er ekki hægt að borða "hreint" í Barcelona þá er það bara ekki hægt yfirhöfuð. Ferskt hráefni í öllum hornum, nýskorið álegg, ostar, fersk egg, grænmeti og bara allt sem hugurinn girnist. Þvílík sæla. Læt hér nokkrar myndir fylgja sem má vel slefa yfir. Ágætt að bæta smá lit í hversdagsleikann í komandi viku.


No comments:

Post a Comment