Thursday, September 19, 2013

Chilisulta og beikonsalsa !!

Chillisulta og beikonsalsa, já hljómar ótrúlega en þetta var útbúið hér í gær við góðar undirtektir.Það þekkja flestir chili-og paprikusultuna sem yfirleitt kallar uppskrift á 1 kg af sykri á móti 5 paprikum eða eitthvað álíka. Hér er enginn sykur á ferð, aðeins sætuefni og náttúruleg stevía sem kom alveg stórvel út. Beikonsalsað var svo algjörlega geggjað og mæli 100%  með því, hvort sem það er haft með eggjunum á morgnana, sett á hamborgarann sem álegg eða notað sem meðlæti með kjöti og kjúkling. Einfalt og bragðgott og minnir hreinlega á jólin.

Beikonsalsa:
200 gr beikon eldað í ofni
1/2 dós af tómötum í dós(HUNTS)
1 lítill laukur eða hálfur stór
1 dl Sukrin
1 msk eplaedik
1/2 tsk pipar
dash af salti
 

Beikonið hitað í ofni þar til stökkt, má líka grilla eða steikja á pönnu.

 Takið 1-2 msk af beikonfitu og setjið í pott.
Steikið gula laukinn upp úr fitunni og kryddið, bætið tómötum út í og ediki og hrærið í.
Að lokum fer beikonið út í pottinn og öllu blandað saman.

Ágætt að bregða töfrasprota í stutta stund ofan í pottinn og mauka stærstu bitana.
Þessi "beikonsulta" er æðisleg, t.d. sem álegg á langloku/pylsubrauð, ofan á hamborgarann, með kjöti og bara hverju sem er.


Chilisulta:
3 paprikur rauðar
5 rauð chilli, fræhreinsið allavega 2 þeirra
2 dl sukrin
2 dl edik
1 rúm tsk Xanthan Gum
10 dropar Via Health stevía original
 
Mixið papriku og chili saman í mixer.Setjið í pott ásamt edik og sukrin og látið sjóða.
Þegar blandan er vel heit þá dreifið þið 1 tsk af Xanthan Gum út í og hrærið áfram.
Tekur um 20 mín að gera þessa, mjög góð með ostum :)


"Ritz/macadamiukex"
100 gr macadamiur
30 gr sesammjöl
30 gr kókoshveiti
1/4 tsk xanthan gum, má sleppa en gerir heilmikið ef þið eigið
1 egg
2 eggjahvítur
1 msk gróft salt
5 dropar Via Health stevía, bragðlaus
2 msk ólífuolía

Mixið hneturnar í matvinnsluvél og bætið svo öllu öðru hráefni út í og mixið áfram.
 Fletjið út á milli tveggja smjörpappírslaga.Ath að deigið þykknar vel og verður stíft en þannig á það að vera, bara fletja út og muna að skera það í ferninga eftir helming bökunartímans.
Bakið í 150 gráðu heitum ofni í 10 -15 mín
Þegar kexið er hálfbakað þá má skera það í ferninga með
kleinujárni t.d. og baka svo áfram, auðveldara að brjóta það.
Geggjað með chili sultunni og ostinum :)


2 comments:

  1. Hvar ertu að kaupa Macadamian hneturnar? Hlakka til að prófa þetta kex :)

    ReplyDelete
  2. Sæl vertu María Krista og takk fyrir frábæra síðu.
    Brauðið sem er á efstu myndinni lýtur svo girnilega út hvaða brauð er það. Jii hvað mig langar í það. Ef þú ættir uppskrift???? Pleas

    ReplyDelete