Sunday, September 29, 2013

Grímsborgir og ömmubakstur

Endurnærð komum við hjónin úr dásamlegri næturgistingu á Grímsborgum en við vorum svo heppin að fá gjafakort frá vinahóp okkar í HRESS sem hljóðaði upp á gistingu að eigin vali á nokkrum útvöldum gististöðum á landinu á vegum www.oskaskrin.is Það var einhver forvitni sem varð til þess að Grímsborgir urðu fyrir valinu en við höfðum ekki mikið heyrt af staðnum enda þarf ekki að auglýsa fyrirtæki sem gengur svona glimrandi vel, og sáum við fljótlega af hverju það stafaði.
Myndirnar tala sínu máli en því má bæta við að þjónustan var frábær, persónleg og hlýleg móttökudama, eigandinn Ólafur Laufdal var ætíð til staðar og vinalegur og hress. Allir fengu sitt pláss, hvort sem það var gönguhópur með gítarleikara, útlendingar í afslöppun eða fertugt fólk í rómantískri dekurferð. Maturinn var laus við alla tilgerð, gott lambakjöt og bernaise og úrvalið frábært í morgunverðinum daginn eftir. ***** stjörnur Óli ;)
 
Þegar maður kemur heim eftir svona góða hvíld þá er tilvalið að skella í nokkrar kökur sem ég gerði:
 Kókostoppar 35 stk
60 gr Sukrin Melis
100 gr eggjahvítur ca 4 stk
10 dropar Via Health stevía original eða vanilla
150 gr kókosmjöl gróft, ósætt NOW eða Rapunzel
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
20 gr, 85% súkkulaði eða stevíusúkkulaði dökkt
 
Þeytið eggjahvíturnar vel í glerskál, bætið út í Sukrin Melis, vínsteinslyftidufti og stevíudropum.
Þeytið áfram þar til toppar myndast í hvítunni. Blandið kókosmjölinu varlega út í með sleikju.
Setjið nú litlar doppur á bökunarpappír um 35 stk. Skerið niður súkkulaðið í litla bita og setjið einn bita á hverja köku. Bakast í 100 gráðum í 30-35 mín á blæstri, neðarlega í ofni.
 
Svo varð ég að prófa svona ekta "ömmupæ" úr öllum nýju sultunum mínum.
Ég sá einhverntíma í bók aðferð við að koma grænmeti ofan í börnin okkar þá blandaði höfundurinn spínati saman við bláberjasultu og setti í köku. Þetta langaði mig að prufa aftur og nú með sykurlausu sultunni minni. Það finnst ekkert spínatbragð af pæinu góða :)
 
 
Chiapæ með rabarbarasultu eða bláberja og spínatfyllingu!!
 
Grunnur:
100 gr möndlumjöl
25 gr chia mjöl
20 gr kókoshveiti
1 tsk kanill
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
70 gr sukrin
120 gr kalt smjör
1 tsk vanilludropar
1 eggjahvíta
( hér má bæta við 1/2 dl ca af grófmöluðum sólblómafræjum til að fá svona haframjölsáferð en má sleppa)

Hrærið þurrefnum saman, myljið smjörið út í þurrefnin og hrærið létt.
Eggið bætist út að lokum og 1/2 af deiginu er þrýst ofan í pæmót eða eldfast mót.
Bakið botninn í 10-15 mín á 180 gráðum eða þar til hann fer að gyllast.
Dreifið um 2 dl af rabarbarasultu(eða notað bláberja og spínatfyllinguna) yfir botninn, myljið svo restina af deiginu yfir
bakið aftur í ofni í um 15 mín.
Uppskrift um 21 netcarb og er um 8 skammtar 2,6 netcarb á mann

Rabarabarasulta
400 gr frosinn rabarbari
30 gr Sukrin Melis
40 dropar stevía Via Health
1 tsk sítrónusafi
1 tsk kanill
1/4 tsk Xanthan Gum
Látið allt malla vel saman í potti nema Xanthan Gumið.
Þegar rabarbarinn er orðinn mauksoðinn, bætið Guminu út í og hrærið.
Þessi sulta er æði í svona "ömmupæ" með þeyttum rjóma, með kjöti eða út á skyrið.
 
Bláberjasultu og spínatfylling:
 
Bláberjasulta:
450 gr bláber ( afþýdd eða fersk)
25 gr Sukrin Melis
40 dropar vanillustevía ( Via Health )
1 tsk Xanthan Gum ( NOW )
 
Setjið allt nema xanthan gum í pott, hitið vel þar til berjablandan fer að malla, dreifið svo xanthan gumminu yfir og hrærið stöðugt í þar til sultan er hæfilega þykk 1-3 mín.
Hellið blöndunni í 2 góðar sultukrukkur og leyfið henni að kólna. Góð á vöfflur, í bakstur og margt fleira :)
 
Til að gera spínat og sultufyllingu þá gufusjóðið þið um 150 gr af spínati og ættuð að fá um 50 gr af spínatmauki úr því. Blandið saman við 100 gr af bláberjasultu og notið í ömmupæið :) 

 

3 comments:

  1. Sæl Krista! mig langar að þakka þér fyrir frábæra umsögn um Grímsborgir mikið var ég glöð að lesa þetta....Ég heiti Kristín Ketilsdóttir og við hjónin Ólafur Laufdal rekum Hótel Grímsborgir . Frábær síða hjá þér vel hönnuð og bara æðisleg ...á eftir að kíkja oft inn á hana:) kveðja K.K.

    ReplyDelete
  2. Það er nú aldeilis lítið að þakka, þakka ykkur frekar fyrir frábæra upplifun, og skemmtilegt að segja frá því að við höfum greinilega álíkan smekk, sami höfðagafl og við erum með á okkar heimili var það fyrsta sem við sáum, rúmteppið, púðar, gluggatjöld, húsbóndastóll og meira að segja sjónvarpið.. hhaha bara yndislegt :) sváfum eins og ungabörn ;)

    ReplyDelete
  3. Þú ert smekk manneskja það verð ég að segja haha :)Gaman að þessu !

    ReplyDelete