Saturday, September 21, 2013

Hörítos og salsa

Og það er laugardagskvöld og krakkarnir suðuðu um Doritos í Bónus og snakk, sælgæti og allskonar "óæskilegt" meðlæti datt ofan í innkaupakörfuna og hvað gera bændur? Í stað þess að freistast ofan í pokann hjá krílunum þá skutlar maður saman smá hörfræmjöli og vatni, fírar upp ofninn eða öbbann og græjar "höritos" á núll einni. Fersk heimatilbúin salsasósa og þá má Logi Bergmann hefja upp raust sína :) Njótið kvöldsins.

"Höritos" og salsasósa
 
70 gr golden flax seed
1-2 msk chipotle spice/ WEBER fæst í KOSTI eða annað gott mexícókrydd
60 ml vatn
 
Hrærið vel saman flax seed og vatni ásamt kryddinu. Setjið svo nokkrar doppur
af deigi ca 1 msk á smjörpappír og dreifið úr eins þunnt og hægt er, má líka setja
annan pappír yfir og nudda aðeins með fingrunum.
Setjið deigið í örbylgjuofn í 3 mín og svo aftur 30 sek/30 sek eða þar til flögurnar eru
orðnar stökkar, þær harðna enn meira þegar þær koma úr ofninum.
 
Salsa sósa:
1/2 dós Hunts tómatar,heilir eða í bitum (hella af mesta vökvanum)
1 tsk chili paste eða Zembal Oelek
1 tsk hvítlauksmauk
1 tsk sítrónusafi
1/2 dl jalapeno sneiðar( úr krukku)
Mixa með töfrasprota í matvinnsluvél og njóta.
 
Ég vil setja aftur inn uppskrift af flatbrauðinu góða sem ég póstaði hér fyrr á blogginu en núna betrumbætti ég það með nýja uppáhaldskryddinu mínu, Chipotle frá WEBER, 1-2 msk út í deigið og við erum lent Mexícó, í huganum allavega. Bakað flatbrauð/tortilla , kjúklingur, kryddaður einungis með Chipotle, salat, tómatar, paprika og salsasósan hér að ofan, avocado og sýrður rjómi. Algjör snilldarveisla.
 
Krydduð flatbrauð
125 gr rjómaostur
4 egg
1/2 dl Husk Powder frá NOW
1-2 msk Chipotle krydd( fæst í KOSTI) er frá WEBER
 
Pískið saman eða notið töfrasprota.
Leyfið deiginu að standa í nokkrar mín.
Skiptið því í 4 doppur á smjörpappír, leggið annan pappír yfir, fletjið út með fingrunum.
Bakið í 10 -15 mín með pappírinn ofan á í 160 gráðu heitum ofni.

 

No comments:

Post a Comment