Sunday, September 1, 2013

Jólakonfekt... of snemmt ?

Ok, ég viðurkenni það alveg að ég er smá súkkulaðifíkill, af öllu nammi sem til er þá er súkkulaði hreinlega BEST ! Marsipanfyllt súkkulaði er hrikalega gott og dökkt Bounty er snilld. Kókos í hvaða formi sem er, er svo hollur og góður að það má alveg gera sparinammi úr honum :) taka bara út sykurinn og þá erum við að rokka.

Hér eru uppskriftir sem geta alveg komið í staðinn fyrir jólakonfektið t.d. og eru frábærar ef þér langar að búa til fallegt nammi með kaffinu. Það er ekkert að því að bjóða upp á sykurlaust nammi ef það bragðast svona líka vel. Eins er hægt að gefa þeim sem þér þykir vænt um sæta krukku fulla af LKL konfekti, og trúðu mér þú munt slá í gegn, sérstaklega ef viðkomandi er að minnka sykurátið.
 Marspiankonfekt:
130 gr Funksjonell Möndlumjöl (verður að vera þetta fituskerta fínmalaða)
90 gr Sukrin Melis
2 dl eggjahvítur
1 tsk möndludropar
10 stevíudropar Vanillu Via Health
50 gr 85 % Rapunzel súkkulaði
 
Hrærið öllu vel saman í skál, mótið litlar kúlur úr marsipaninu og kælið.
Hægt að hjúpa með 85% súkkulaði, velta svo upp úr kókosmjöli, muldum
macadamiuhnetum eða hverju sem er. Hálf pecanhneta er líka voðalega sæt á einn mola
Einnig er hægt að fletja út marsipanið og nota á tertur.
Gott er að bragðbæta marspipanið t.d. með rommdropum,
blanda muldum hnetum í marsipanið og svo mætti lengi telja.
 
Kókosjöklar:
80 gr kókosolía kaldpressuð Himnesk hollusta
80 gr kókosmjólk eða kókosrjómi ISOLA
100 gr Sukrin Melis Funksjonell
200 gr grófmalað kókosmjöl NOW
10 stevíudropar Vanillu
50 gr 85 % Rapunzel súkkulaði
 
Hitið kókosolíu, kókosrjóma og Sukrin Melis í potti þar til allt er bráðnað.
Hellið kókosmjölinu út í og hrærið vel saman.
 
Setjið annaðhvort í form og frystið í hálftíma og skerið svo niður eða
setjið í silikonkonfektform sem þið takið beint úr forminu og húðið með súkkulaði.
Hitið súkkulaðið í  vatnsbaði eða þar til gerðum súkkulaðipotti, má alveg bragðbæta það t.d með piparmyntustevíudropum 4-5 og hræra áður en þið húðið.

Passlegt er að dýfa jafnvel helmingnum af konfektinu í súkkulaði og þá líta molarnir út eins og jöklar.
 

6 comments:

 1. seturðu súkkulaðið í marsipan uppskriftina? eða til að húða með?

  ReplyDelete
 2. Þetta Sukrin Melis... er þetta sykur ?

  ReplyDelete
 3. Þetta er Erythritol sem búið er að mala í flórsykur :) sætuefni sem er hleypir ekki blóðsykrinum í hæstu hæðir. Mjög gott í krem líka

  ReplyDelete
 4. Úff þetta marsípan varð eitthvað voða blautt, bara eins og þunnt deig. Eru örugglega 2 dl af eggjahvítum? Því svo googluðum við aðrar uppskriftir og þá var bara eitt stykki eggjahvíta.

  ReplyDelete
 5. Notaðir þú rétt möndlumjöl þetta fínmalaða frá Funksjonell ?

  ReplyDelete