Thursday, September 26, 2013

Jólanammið góða

Ég veit að ég er ansi tímanlega með þetta nammi og jólastúss mitt en það er bara svo gaman að gera tilraunir og ég veit að þar sem jólatörnin mín er framundan hjá www.kristadesign.is  þá nota ég tímann minn vel. Hér er LKL útgáfa af jólanamminu góða sem margir þekkja, amerísk fyrirmynd sem fór eins og eldur um sinu eftir Boston heimsóknir þónokkurra vinkvenna minna. Lítið mál að gera hana úr súkkulaði og bismark en aðeins erfiðara að gera sykurlausa.. þó ekki. Hér er útkoman, stútfull af kókosolíu sem að mínu mati er frábær fyrir kroppinn, bæði að utan sem innan.

Súkkulaði:
180 ml fljótandi kókosolía, bragðlaus,ég nota Himnesk hollusta
60 gr kakó
3 msk Sukrin Melis
10 dropar stevía Via Health
1 tsk vanilludropar
 
Hvíta "súkkulaðið"
180 ml fljótandi kókosolía, braðgðlaus,ég nota Himnesk hollusta
3 msk Sukrin Melis
10 dropar piparmyntustevía
1/2 tsk piparmyntudropar
sykurlaust "piparmyntunammi" skv uppskrift
 
Látið kókosolíukrukkuna í heitt vatn og látið bráðna.
Hellið henni síðan saman við kakó, melis, stevíu og vanilludropa.
Sigtið blönduna í fat með smjörpappír í botninn. Frystið í 10-15 mín. Búið til hvíta súkkulaðið á meðan.
Sama aðferð og fyrri blandan. Takið formið úr frysti, hellið hvítu blöndunni yfir, í gegnum sigti( verður ekki eins kekkjótt) og látið taka sig örstutt áður en "namminu er dreift yfir"
Skellið þessu í frysti eða kæli þar til allt hefur náð að taka sig. Þegar bera á þetta fram, er annaðhvort hægt að brjóta það gróflega niður eða leyfa namminu að standa í nokkrar mín og skera það niður í ferninga.
Geymist best í lokuðu íláti, í frysti eða kæli... fram að jólum !!
 
Piparmyntunammi:
1 msk eggjahvíta
2 msk Sukrin Melis
1 tsk piparmyntudropar KÖTLU
10 dropar piparmyntustevía Via Health
1/4 tsk rauður eða bleikur matarlitur
 
Hrærið saman allt nema matarlitinn, dreifið á smjörpappír og að lokum bætið nokkrum dropum í blönduna, gerið rákir í og dragið úr litnum í einskonar marmaramunstur.
Bakið á 90 gráðum í 30-40 mín eða þar til blandan harðnar. Brytjið svo niður blönduna þegar hún hefur kólnað, þetta er það næsta sem komst sykurlausum piparmyntubrjóstsykri.No comments:

Post a Comment