Monday, September 16, 2013

Kuldaboli og föndur

Nú eru sumir viðkvæmir fyrir kúamjólk, auk þess sem hún er ekki mjög LKL væn, en langar samt öðru hverju að fá sér ískalt mjólkurglas með uppáhalds LKL kökunni. Eins er stundum mjólk notuð í bakstri og ýmsum uppskriftum en þá er lítið mál að græja sér sjálfur möndlumjólk á einfaldan hátt og að sjálfsögðu hafa hana sykurlausa eða með þeirri hollu sætu sem þú velur þér eins og t.d. Stevíu.
 
Setjið 1 bolla af möndlum með hýði í skál og hellið köldu vatni yfir. Látið standa á borði yfir nótt.
Daginn eftir hellið þið vatninu af möndlunum og yfir í blandara. Setjið 2 bolla af vatni í blandarann og setjið svo allt á fullt. Leyfið mjólkinni að vinna í 2-3 mín þar til hún er orðin ljós og falleg. Hellið henni svo í gegnum grisju, t.d. bleyjuklút, eða safapoka og kreistið mjólkina niður í könnu, bragðbætið hana með 5-10 dropum af Vanillustevíu Via Health t.d. Hratið má nota í múslí eða þurrka það og nota í bakstur. Kælið mjólkina svo og drekkið eða bakið úr henni, hún geymist í 2-3 daga í kæli í lokuðu íláti.

Hér er uppskrift af mjög góðum skonsum eða hálfgerðum kexkökum sem innihalda nánast engin egg og sætu en eru mjög góðar með osti, smjöri og sykurlausri jarðaberjasultu. Þessar minna helst á rúðustrikaða haustkexið sem margir þekkja eða grahamskexin.
Enskar skonsur án eggja og jarðaberjasulta
8 stk
 160 gr möndlumjöl ljóst
20 gr kókoshveiti
1/4 tsk matarsódi
1/4 tsk lyftiduft
50 gr kókosolía
100 ml möndlumjólk ósæt
1 tsk kardimommudropar eða duft
1 pískað egg til að pensla með (valfrjálst)
 
Aðferð:
Hitið ofn í 180 gráður
Blandið þurrefnum saman og hrærið svo kókosolíunni í bitum út í, ágætt að nota fingurnar
og mixa allt vel saman. Blandið því næst möndlumjólkinni saman við.
Deigið er nokkuð blautt svo það þarf að dreifa dálitlu af möndlumjöli á borð til að fletja það út.
Ég notaði smjörpappír undir til að deigið myndi ekki festast við borðplötuna.
Fletjið deigið út í ca 1 cm þykkt og notið svo glas til að skera út
hringlaga skonsur. Lyftið þeim varlega yfir á pappírsklædda bökunarplötu með spaða og fletjið svo aftur út afgangsdeig og skerið út þar til allt er búið.Penslið með pískuðu eggi.

Þessi uppskrift ætti að duga í 8 stk. Bakið í 15 mín þar til þær eru gylltar, takið út og kælið.
 
Þessar skonsur kalla á sultu og ost og því er tilvalið að nota frosin jarðaber í skyndisultu.

 
Jarðaberjasulta:
250 gr jarðaber (frosin eða fersk)
15 gr Sukrin Melis
10 dropar Stevía
1/2 tsk xanthan gum
 
Setjið allt í pott nema Xanthan gum. Látið malla vel saman
í 5 mín. Dreifið Xanthan gum jafnt yfir og leyfið sultunni að þykkna í nokkrar mín.
 Hellið í krukku og kælið.
 
 

No comments:

Post a Comment