Monday, September 9, 2013

Kúrbítspizza

Nú hef ég líklega prófað að baka flestar gerðir af pizzubotnum en hér er þó enn ein tilraunin, kúrbítspizzubotn með chiamjöli. Þessi kom skemmtilega á óvart og var mjög saðsöm og góð. Gerði 2 tilraunir með mjöl, ein var með möndlumjöli og hin með chiamjöli. Mér fannst þessi með chiamjölinu meira crusty en báðar voru mjög bragðgóðar.
 Þessi er með chiamjölinu góða
 Og þessi með ljósu möndlumjöli

Kúrbítspizza
Uppskriftin gerir um það bil 2x 9" botna " eða ein stærri um 16 "
 
 500 gr rifinn kúrbítur
100 gr rifinn ostur
5 msk möndlumjöl eða chiamjöl NOW
20 gr parmesanostur eða cheddarostur
1 tsk pizzukryddsblanda, Himnesk hollusta
1/2 tsk hvítlauksduft
salt
1 egg
 
Rifinn kúrbítur settur í örbylgjuofn í 5 mín á hæsta, sett í sigti eða klút og
kreist úr vatni eins og hægt er.
Blandið við hráefnin og búið til 2 pizzur úr deiginu.
Bakið í ofni á 220 gráðum í ca 12 mín eða þar til botninn fer að gyllast.
Búið til sósu úr tómatadós, Hunts í bitum, sigtið vökva frá, blandið saman við hvítlauksmauki
eða 2 hvítlauksgeirum,
1 tsk pizzkryddsblöndu og smá salt og pipar, 1 msk ólífuolíu.
Gott að baka setja á þessa pizzu mosarellaost og ferska basiliku.

No comments:

Post a Comment