Monday, September 30, 2013

Meistaramánuður framundan

Meistaramánuður framundan ! Ætlar þú að taka þátt! Ég hef persónulega ákveðið að vera með í ár og fannst tilvalið að nýta mér bloggið mitt til að deila með ykkur árangrinum og upplifun fyrir þá sem nenna að lesa. Það er alltaf gott að skora á sig og hrista upp í norminu, kennir okkur aga og sjálfsstjórn því við stjórnum jú okkar eigin lífi, ákvörðunum og líkaminn mun launa okkur í samræmi.
Hvort sem takmarkið er bætt mataræði, aukin hreyfing, meiri svefn eða önnur persónuleg markmið þá er þetta stórsniðug leið til þess að reyna að halda út í 30 daga og mun ögra okkur líkamlega og andlega í átt að því að verða meistarar eigin lífs. Mín markmið eru kannski ekki ólík þeim sem ég hef sett mér undanfarna mánuði en mig langar samt sem áður að einfalda mataræðið ennfremur í þessa 30 daga, endurræsa kerfið og sjá hvaða breytingum líkami minn mun taka. Ég er ekki að hugsa um að "megra" mig, heldur taka út nokkur atriði sem ég tel að mætti sleppa, eins og sykurlausu gosi, of litlum svefn, of miklu narti, sem skrifast reyndar á baksturstilraunir og fikt vegna bloggsins og óþarflega langur matargluggi en ég á það til að borða langt fram á nótt. Eins ætla ég að mæta áfram vel í ræktina og bæta við fleiri jóga og slökunaræfingum sem allir hafa gott af 2 x í viku lágmark. Drekka meira af vatni og góðu tei.

Matvara sem ég ætla að taka úr fæðunni í 30 daga áskoruninni MINNI:
 
ENGINN sykur í neinu formi, hvorki hunang, agave né gervisæta.
Gildir líka um erythritol,stevíu og sykurlausa drykki.
EKKERT áfengi ! Ekki einu sinni til matargerðar.Og að sjálfsögðu ekkert tóbak.
EKKERT kornmeti, hvorki hveiti, hrísgrjón, kókoshveiti né möndlumjöl(nema til að búa til rasp og setja í kjötbollur ef þörf krefur).
ENGAR baunir, og ekkert HNETUSMJÖR eða jarðhnetur.
Mjólkurvaran dettur líka út því miður,mjólk, rjómi, ostur og jógúrt.
Bakstur og desertar eru því líka úti í þennan tíma, vöfflur, pönnukökur, kökur og þessháttar "munaður"

Ég stefni á að borða 3 máltíðir á dag, borða mig sadda af "æskilegum fæðutegundum" og forðast snarl milli mála, hætti að borða 2 tímum fyrir svefn og drekka meira vatn. Fita, prótein, kolvetni og hlutfallslega mest af fitu og minnst af kolvetnum.
 
Það er bannað að stíga á vigt á meðan áskorun stendur, einungis í upphafi og í lok áskorunar.
Það á ekki að einblína á þyngdina, heldur hvernig líkaminn endurræsir sig.
 
Þá er komið að þeirri fæðu sem er í góðu lagi og mælt með í þennan tíma og auðvitað er af nægu að taka, bara ekki alveg eins margt í boði og áður en ég lifi það alveg af.

Dagurinn fyrir upphafið...
 
Forskot á "sæluna"
Æfingar:
kl 12.00 stöðvaþjálfun í HRESS
kl 17.10 Jógatími í Spörtu
 
Matseðill:
 
Morgunmatur:
Kaffi með kókosolíu
 
Hádegismatur:
2 soðin egg, 1/2 kjúklingabringa
salat, 1 lítið avocado,2 msk ólífuolía, svartur pipar

Kvöldmatur:
Nautakjöt, spergilkál, hnúðkálsfranskar,salat, kryddsmjör 2 msk.

Kvöldhressing: Tebolli
 
Hreinn matur, kjöt, fiskur, egg, grænmeti, eitthvað af berjum, fullt af góðri fitu úr olíu, avocado, hnetum og fræjum. S.s. tek hellisbúann á þetta í einn mánuð.
Það eru nokkrar undantekningar sem má leita í þegar það hentar eins og að nota eplaedik, ósaltað smjör,kókosmjólk, tómatmauk, kjúklingasoð, ólífur.
 
Grænmeti og ávextir sem ég mun nota áfram:
 
Grænmeti:
Aspas
Klettasalat
Paprika
Bok choy  kál
Brokkolí
Rósakál
Kál
Hvítkál
Blómkál
Eggaldin
Hvítlaukur
Blaðlaukur
Hnúðkál
Salat
Laukur í hófi
Spínat
Tómatar
Kúrbítur
Baunaspírur
Rabarbari
Ætiþystlar
Sellerí
 
Ávextir:
Hindber
Bláber
Jarðaber
 
Fita til að elda upp úr:
Ósaltað smjör
Kókosolía
Ólífuolía
Dýrafita
 
Fita í máltíðum:
Avocado
Kókossmjör
Kókosflögur
Kókosmjólk
Macadamiur
Macadamiusmjör
Ólífur
Mæjónes, heimagert
 
Kjötvara:
Svínakjöt, Naut, Lambakjöt, Kálfakjöt,
Beikon, Pylsur án aukaefna, kjöt og kjúklingaálegg
 
Fuglakjöt:
Kjúklingur, kalkúnn, önd
 
Egg:
Eggjarauða og hvítur og nóg af þeim 
 
Sjávarfang:
Allur fiskur og túnfiskur.
 
Krydd án MSG:
Chilli
Kanill
Hvítlaukur
Garam Masala
Mexícan cajun krydd
Dukkah
Pipar
Laukduft
Kjúklingakrydd
Ítalskt krydd
Oregano
Rósmarín
Paprika
Turmeric
Sesamfræ
Timian
 
Fræ í hófi:
Chia/chiamjöl
Hörfræ/hörfræmjöl
Sesamfræ
Sólblóma
 
Hnetur í hófi:
Möndlur
Macadamihnetur
Brasilískar hnetur
Pekanhnetur
Valhnetur
 
 
Ég mun þó ekki hætta að setja inn uppskriftir á meðan þessu stendur heldur verður mín áskorun fólgin í að matreiða gómsæta rétti úr því sem er í boði fyrir mig.
 
Endilega látið heyra í ykkur hér í commentum ef þið ætlið að skora á ykkur á einhvern hátt.
kveðja María Krista





7 comments:

 1. Er að hugsa um að taka þig mér til fyrirmyndar...eins gott þú verðir dugleg að setja inn uppskriftir...er svo andlaus í svona "takmörkuðu" fæði...hehehe - En þetta er brilljant að endurræsa líkamann og sjá hvað gerist/breytist...Gangi þér súpervel - þú ert snillingur :O) Kv. Sól

  ReplyDelete
 2. Spennandi hafði hugsað mér eithvað álíka er búin að vera á lkl síðan í maí og þarf að hrista upp í mér. Líst vel á þetta plan. Fæ að fylgjast með þér, enda hvort sem er alltaf að kíkja á síðun þína :) Gangi þér vel

  ReplyDelete
 3. Mér finnst þú ótrúlega flott og dugleg. Ég þekki þig ekkert hef bara kíkt á þig hér á netinu. Hlakka til að fylgjast með þér en ég er langt á eftir er enn að berjast við sykurpúkann. :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Þakka þér fyrir, ég er ósköp mannleg og hef alveg þurft að slást við sykurpúkann á ferð minni, hann á það nefninlega alveg til að brjótast í gegn þrátt fyrir að ég sé búin að halda mig við sykurleysi síðan í janúar að mestu. En við neyslu áfengis öðru hverju, "hollra" deserta oftar en um helgar og tilraunir í bakstri þá gleymist að neyta meira af grunnfæðunni enda ekki pláss fyrir það svo þess vegna langar mig að endurræsa aðeins kerfið mitt. Ég mun gera mitt besta :)

   Delete
  2. Góðan daginn. Takk fyrir þessa síðu og ég fer hér inn reglulega til að skoða. Segi eins og hinar er að hugsa um að taka þig til fyrirmyndar að hluta. Takk fyrir mig.

   Delete
 4. Snillingur. Sjálf ætla ég að taka mánuðinn án sælgætis og kaka. Og ég sem ELSKA kökur. Reyna að borða einfalt og kolvetnin eiga að vera flókin. Svo í nóv er á planinu að henda sér í lkl í einn mánuð þegar hvítasykursfráhvarfið verður farið og ég þarf bara að minnka ávextina og sleppa brauðið. Og ég er svo spennt og mun styðjast heilmikið við þig! :)
  Ylfa Mist

  ReplyDelete
 5. spennandi að takast á við þessa endurræsingu, takk kærlega ;)

  ReplyDelete