Saturday, September 7, 2013

Meðlæti og saðsamur pottréttur

Eftir ánægjulega ferð til Barcelona í yndislegum félagsskap þá er eldabuskan alveg að vakna upp af værum sólardraumi. Ég set hér inn uppskrift af rétt sem ég gerði í síðustu viku við góðar undirtektir og set svo inn á næstu dögum nýjar og ferskar hugmyndir og jafnvel myndar af dásemdarmörkuðum Barcelona, þar er sko hægt að versla LKL hráefni :)

Nú er oft verið að spá í hvaða meðlæti sé gott með mat á LKL. Blómkálsmús er t.d. algjör snilld og mæli 100 % með þessari uppskrift hér:
Blómkálsmús:

1 blómkálshöfuð  meðalstórt
3 msk smjör
1/2 tsk hvítlauksmauk
2 msk rjómaostur
70 gr rifinn Cheddar ostur eða Parmesan
salt og pipar
1/2 tsk graslaukur til að skreyta með
 
Gufusjóðið blómkálið eða sjóðið í söltu vatni. Eins má skella blómkáli í örbylgjuofn í nokkrar mín fyrir þá sem það vilja frekar. Maukið eða stappið blómkálinu vel saman og bætið ostum og kryddum saman við. Mjög gott að nota töfrasprota í þetta verk.
 
Músin er mjög góð með kjötréttum eins og t.d. Stroganoffi eða öðrum pottréttum.
Þessi var nú kokkaður upp eftir hendinni. Nautaþynnur frá Kjarnafæði (frosið í Bónus t.d.) steikt upp úr smjöri,1/2 niðurskorinn blaðlaukur og eitt box af sveppum fengu að fljóta með. Því næst var lífrænum kjötkrafti bætt út í soðið og þykkt með 1-2 msk af CHIA mjöli (NOW) mjög gott til að þykkja með. Rjóma hellt út á og nokkrum dropum af Tamari sósu til að lita með og gefa gott bragð. 2-3 lárviðarlauf fengu svo að malla með. Þessi réttur kláraðist á augabragði enda bragðgóður og saðsamur, sérstaklega með blómkálsmúsinni góðu.

No comments:

Post a Comment