Thursday, September 12, 2013

Rjómaostabakstur

Að baka úr rjómaosti og eggjum hefur verið mikið notað í Lágkolvetna matar"æðinu" og kemur þessi aðferð sér vel þegar brauðpúkinn bankar á dyrnar.
Ef þú vilt halda kolvetnum í lágmarki en langar samt svo mikið í skinkuhorn, kanilsnúð, flatköku og þessháttar þá er vel hægt að snara saman léttu deigi á örskammri stund.
Ég bætti svolitlu við grunnuppskriftina til að gera þetta meðfærilegra og hér eru uppskriftir af rósmarínslaufum, skinkuhornum og svo flatköku eða Tortillu á úglensku sem
allt eiga sameiginlegt að innihalda egg, rjómaost og dálítið af HUSK POWDER sem mér finnst vera svo frábært í svona bakstur sem er viðkvæmur og gefur meiri teygjanleika.
Eins nota ég chia mjöl eða möluð chia fræ í sumar uppskriftir, það gefur gott bragð og trefjar og að mínu mati límir allt svo vel saman í stað glúteins.Prófið bara.
 
Flatbrauð
125 gr rjómaostur
4 egg
1/2 dl Husk Powder frá NOW
dash salt
 
Pískið saman eða notið töfrasprota.
Leyfið deiginu að standa í nokkrar mín.
Skiptið því í 4 doppur á smjörpappír, leggið annan pappír yfir, fletjið út með fingrunum.
Bakið í 10 -15 mín með pappírinn ofan á í 160 gráðu heitum ofni.
 
Gott með avocadosalati.
1 soðið egg
1 lítið avocado
1 tsk aioli
svartur pipar
stappað saman og smurt á flatkökuna, silkiskorin skinka sett ofan á og rúllað upp.

Skinkuhorn
3 egg
100 gr rjómaostur
1 msk chia mjöl/ möluð chiafræ duga líka
1 msk HUSK ég nota POWDER frá NOW
ögn salt
6-8 dropar Via Health dropar Stevía Original
1/2 tsk laukduft ( valfrjálst)

Fylling:
Beikonsmurostur
Silkiskorin skinku ALI
 
Þeytið hvítur í hrærivél, setjið til hliðar í aðra skál.
Þeytið því næst eggjarauðurnar ásamt rjómaostinum, kryddum,chia og HUSK
Blanda svo eggjahvítum varlega út í.
Smyrjið þessu á smjörpappír t.d. í 2 jafna hringi, nota alltaf pappírinn úr
KOSTI hann festist ekki við allt.
Bakaði í 180 gráður í sirka 10 mín eða þar til hægt er að koma við deigið án þess að það klístrist.
Skerið hvorn hring niður í ca 6 geira og setjið fyllinguna yst við breiðu brúnina,1/2 tsk af beikonosti og 1/2 skinkusneið er hæfileg fylling. Rúllið svo varlega upp deiginu í horn.

Stráið mosarella osti yfir og bakið aftur í 5 mín.  
Rósmarínslaufur með hvítlauksolíu
3 egg
100 gr rjómaostur
1 msk chia mjöl/ möluð chiafræ duga líka
1 msk HUSK POWDER frá NOW
ögn salt
1 msk rósmarínkrydd Pottagaldrar
1/2 tsk laukduft ( valfrjálst)

Þeytið hvítur í hrærivél, setjið til hliðar í aðra skál.
Þeytið því næst eggjarauðurnar ásamt rjómaostinum, kryddum,chia og HUSK
Blanda svo eggjahvítum varlega út í.
Smyrjið þessu á smjörpappír, nota alltaf pappírinn úr KOSTI hann festist ekki við allt.
Bakaði í 180 gráður í sirka 10 mín eða þar til hægt er að koma við deigið án þess að það klístrist.
Takið deigið út og skerið niður í 8 aflanga ferhyrninga.
Skiptið þeim svo í 2 ræmur og vísleggið í hálfgerða fléttu.
Dashið smá parmesanosti eða mosarella yfir og bakið aftur í 5 mín.
Gott að bera fram með smá hvítlauksolíu :)
Ath það þarf auðvitað ekki að flétta og stússast en eins og ég hef alltaf sagt, máltíðin hefst með augunum og þetta var alls ekki lengi gert.


No comments:

Post a Comment