Saturday, September 14, 2013

Snickers og hnetunammi

Hver kannast ekki við góðu sykurlyktina sem kemur oft á mörkuðunum í útlöndunum þegar verið er að rista möndlur, uss flashback þegar ég bakaði þessar skemmtilegu og einföldu smákökur í vikunni.

Eins ætla ég að setja hér inn uppskrift af helgarnammi eða kannski meira "orkustykkjum" það hljómar líka voða vel :) Ég er í svo góðu skapi núna, nýbúin með fyrsta námskeiðið hjá SALT eldhúsi sem gekk bara vonum framar, allir fengu að elda um 3-4 uppskriftir hver , fengu að smakka af 13-15  mismunandi réttum og lærðu vonandi töluvert á þessu, takk fyrir daginn stelpur. Kannski kemur einn maður á næsta námskeið, það væri bara gaman. Eitt laust pláss eftir næsta laugardag og 2 þarnæsta.

Karmellu og prótein smákökur
6-8 kökur, má að sjálfsögðu stækka uppskrift.
 
60 gr möndlumjöl/ ljóst helst
15 gr Vanilluprótein, t.d. Nectar eða NOW
3 msk ósaltað smjör
20 gr Sukrin
12 dropar Toffee stevía NOW eða karmellusýróp Torani 1 msk
 
Aðferð:
Hitið ofn í 170 gráður
Blandið þurrefnum saman, í annari skál blandið bráðnu smjöri, sukrin og steviu saman með písk, hellið þurrefnum saman við og þjappið deiginu saman, þynnið örlítið með rjóma eða vatni ef þær haldast illa saman, gæti þurft 1 tsk til að bleyta upp með.
Mótið litlar kúlur úr deigi, setjið á bökunarplötu og bakið svo í 6 mín þar til kökurnar eru brúnaðar. Þarf ekki mjög langan tíma fyrir þessar.
Kælið vel og takið svo kökurnar af plötunni.

 

Snickersbitar
 
20 gr kókosflögur
80 gr hýðislausar möndlur
80 gr pecanhnetur
20 gr sesammjöl Funksjonell
1/2 dl kókosolía
1/2 dl hnetusmjör
1 tsk Bourbon vanilluduft
1/4 tsk sjávarsalt
3 msk Sukrin Melis
10 dropar Via Health original dropar Stevía
 
Aðferð:
 
Ristið á pönnu , kókosflögur, möndlur og pecanhnetur þar til gylltar, þarf ekki langan tíma.
Blandið saman í skál, kókosolíu og hnetusmjöri og hitið aðeins í örbylgjuofni. Blandið vel saman og bætið við sukrin,vanilludufti, salti og stevíu.
Setjið hneturnar í matvinnsluvél í stutta stund þar til allt er grófmalað, bæti svo við sesammjölinu og maukið áfram.
Að lokum fer kókosolíublandan út í og aftur maukað þar til áferðin er eins og gróft hnetusmjör.
Setjið "deigið" í þunnan bakka með smjörpappír og þrýstið út í hliðarnar.
Þetta er hæfilegt í mót ca 20-30 cm stórt
Frystið í 10-20 mín og búið til súkkulaði á meðan.
 
Súkkulaðikrem:
35 gr 85% súkkulaði
2 msk ósaltað smjör eða 2 msk kókosolía
1 msk Sukrin Melis
5 dropar vanillustevía Via Health
1 tsk rjómi
 
Aðferð:
Hitið þetta saman í potti eða örbylgju og hrærið vel í til að allt leysist vel upp.
Takið hnetustykkið úr frysti og hellið súkkulaðinu hratt og örugglega yfir.
Dreifið úr og kælið aftur í 20 mín.
Skerið svo niður og berið fram með góðu kaffi.

1 comment:

  1. Sæl Krista, ef maður vill "pinna" uppskriftirnar þínar yfir á pinterest þá kemur aðeins upp ein mynd. Eins og td. hér þar sem eru 2 uppskriftir og maður myndi vilja "pinna" báðar, þá kemur sama myndin fyrir báðar uppskriftirnar. Bara smá FYI :)
    kv. Anna

    ReplyDelete