Wednesday, September 25, 2013

Súkkulaðikubbar "Brownies"

Nú þar sem saumaklúbbsrúllan sló svona rækilega í gegn hjá mörgum þá væri kannski sniðugt að bæta við einni góðri "Brownies" uppskrift með sem ætti ekki síður heima við á veisluborðinu í saumaklúbbnum og kitlar passlega bragðlaukana. Yndi með þeyttum rjóma og góðu kaffi.
"Brownies" eða súkkulaðikubbar !!
 
110 gr pecan hnetur
110 gr macadamian hnetur
30 gr kakó
100 gr smjör bráðið
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
4 egg
1 tsk vanilludropar
60 gr Sukrin Funksjonell
10 dropar Vanillustevía Via Health
150 ml vatn
 
Aðferð:
Hitið ofn í 180 gráður, spreyjið grunnt kökuform með PAM
Malið hnetur í matvinnsluvélinni, gróflega, alls ekki of lengi í einu því þá gætu hneturnar orðið að mauki. Setjið þurrefnin saman við hneturmjölið og blandið áfram nokkur "púls".
Vökvi, smjör og egg bætast þá við og enn blandað.
Hellið deiginu í formið og bakið í um það bil 25 mín.
Takið kökuna úr ofninum, kælið, skerið niður í hæfilega bita og fallegt að sigta Sukrin Melis yfir áður en bitarnir eru bornir á borð. Best með þeyttum rjóma.
 
 
Um það bil 22 netcarb í uppskriftinni eða um 2.2 gr í hverjum bita ef 10 ferningar nást úr kökunni.

 

 
 
 

1 comment: